fbpx
Laugardagur 11.janúar 2025
433Sport

Hótaði að brjóta báðar lappir Ragnars í símtali til KSÍ – Fyrrum eiginkona Ragnars ósátt með KSÍ

Ritstjórn DV
Þriðjudaginn 7. desember 2021 15:35

Ragnar Sigurðsson. Mynd/Eyþór

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Fyrrum eiginkona Ragnars Sigurðssonar sagði í viðtali við úttektarnefnd ÍSÍ að það hefðu verið vonbrigði hvernig KSÍ tók á máli sínu mál. Þetta kemur fram í skýrslu frá úttektarnefnd á vegum ÍSÍ.

Kjartan Bjarni Björgvinsson, héraðsdómari, er formaður úttektarnefndarinnar. Þar eiga jafnframt sæti Dr. Hafrún Kristjánsdóttir, sálfræðingur, og Rán Ingvarsdóttir, lögfræðingur.

Nafn Ragnars er ekki nefnt í fréttinni en þar er þó hlekkur á frétt Fréttablaðsins frá því fyrr á árinu þar sem Ragnar var nafngreindur.

Þar sagði að Ragnar hafði verið grunaður um að hafa gengið berserksgang og hótað fyrrum eiginkonu sinni. Hún segir við nefndina hafa verið ósátt með viðbrögð KSÍ.

Meira:
Grunur um misskilning þegar rætt var um aðkomu KSÍ að þagnarskyldusamningi

Útekt nefndarinnar um Ragnar Sigurðsson:

Í skýrslunni er rætt um frétt Fréttablaðsins um málefni Ragnars Sigurðssonar og segir.

„Í frétt sem birtist í Fréttablaðinu 1. september 2021 segir að lögreglan í Hafnarfirði hafi verið kölluð að heimili í Garðabæ hinn 5. júlí 2016 eftir að A, landsliðsmaður í fótbolta, „gekk þar berserksgang, braut allt og bramlaði og hafði í hótunum við þáverandi eiginkonu sína“. Í fréttinni sagði að þegar lögreglan kom á staðinn hafi A „flúið vettvang en samkvæmt heimildum blaðsins var íbúðin í slæmu ástandi og sjáanlegar skemmdir víða“. Í fréttinni er því jafnframt lýst að samkvæmt heimildum blaðsins hafi nágrannar þeirra hjóna hringt í KSÍ og tilkynnt um meint heimilisofbeldi A en KSÍ hafi ekkert aðhafst í málinu og það þaggað niður að því er heimildir Fréttablaðsins herma. Í fréttinni er því jafnframt lýst að samkvæmt heimildum Fréttablaðsins hafi lögreglan ekki haft hendur í hári A það kvöld en hann var boðaður í skýrslutöku nokkrum dögum síðar og mætti til hennar ásamt lögmanni sínum. Samkvæmt heimildum blaðsins neitaði hann að hafa beitt eiginkonu sína ofbeldi eða sýnt ógnandi hegðun.

Klara Bjartmarz greindi frá því að hún hefði fengið símhringingu um svipað leyti eftir að einstaklingur hefði haft samband við skrifstofu KSÍ og fengið farsímanúmerið hennar. Sá einstaklingur hefði greint henni frá því að lögreglan hefði verið kölluð að heimili A vegna óláta og gruns um heimilisofbeldi. Klara hefði deilt þessum upplýsingum með Geir Þorsteinssyni, Magnúsi Gylfasyni og síðar Guðna Bergssyni en KSÍ hefði á sínum tíma ekki haft aðrar upplýsingar en að málið væri í farvegi hjá lögreglu. Þar sem málið hefði átt sér stað utan landsliðsverkefnis hefði KSÍ ekki litið svo á að það væri í verkahring sambandsins heldur lögreglu að aðhafast frekar í málinu. KSÍ hefði löngu síðar fengið þær upplýsingar að kæran á hendur A hefði verið dregin til baka.

Magnús Gylfason, sem árið 2016 sat í landsliðsnefnd A-landsliðs karla en var þá hvorki starfsmaður KSÍ né í stjórn sambandsins, greindi úttektarnefndinni frá því að hann hefði hitt A og eiginkonu hans á kaffihúsi daginn eftir að lögregla var kölluð til. A hefði þá greint honum frá því sem hefði gerst um nóttina. Ekkert hefði bent til þess á þeim fundi að eiginkona A hefði sætt ofbeldi eða að hún hygðist leggja fram kæru á hendur A.

Í skýrslunni er svo linkur á frétt Fréttablaðsins þar sem Ragnar er nafngreindur.

Samkvæmt upplýsingum sem nefndin hefur fengið frá X, nágranna hjónanna á þessum tíma, hafði nágranninn samband við KSÍ og ræddi þar við karlkyns starfsmann. X kvaðst í samtalinu hafa upplýst um tilefni þess að lögreglan var kölluð til og lýst áhyggjum af eiginkonu A. Óskaði X eftir því að einhver af þjálfurum landsliðsins hefði samband við sig vegna málsins og bað fyrir um skilaboð til þjálfara í því sambandi.

Engin viðbrögð bárust hins vegar frá KSÍ í framhaldinu. Úttektarnefndin bar þessar upplýsingar undir báða þjálfara landsliðsins á þessum tíma, þá Lars Lagerbäck og Heimi Hallgrímsson, og kannaðist hvorugur við að hafa fengið skilaboð af þeim toga sem um ræðir.

Gunnar Gylfason, sem á þessum tíma var starfsmaður KSÍ og A-landsliðs karla, greindi úttektarnefndinni frá því í viðtali að hann hefði nokkrum dögum eftir að lögregla var kölluð að heimili A fengið símhringingu frá manni sem hann þekkti ekki. Af lýsingu Gunnars að dæma er um annað samtal að ræða en það sem nágranninn X átti við ótilgreindan starfsmann KSÍ og rakið er hér að ofan.

Samkvæmt Gunnari mun sá sem hringdi í hann hafa sagt honum frá því að A hafi einhverjum kvöldum áður gengið berserksgang í eða við íbúð sína og unnið skemmdir á henni og að nærstaddir hefðu verið óttaslegnir. Gunnar hafi spurt manninn hvort hann hefði ekki hringt í lögreglu og hún komið á staðinn vegna þessa sem hann svaraði játandi. Þegar Gunnar spurði hvað hann ætti að gera í málinu fyrst lögreglan væri með með það snerist málið og maðurinn hafi sagt Gunnari að ef A gerði þetta aftur myndi hann láta brjóta báða fætur hans en það væri væntanlega ekki gott fyrir fótboltamann. Gunnar kvaðst í viðtali við nefndina alveg hafa séð A í ham og talið ólíklegt að þeim sem ætlaði að brjóta á honum fæturna yrði vel ágengt með það.

Nadine Guðrún Yaghi, sem á þessum tíma starfaði sem fréttamaður hjá Vísi og Stöð 2, greindi nefndinni frá því að hún hefði fengið veður af því að lögreglan hefði verið kölluð að heimili A vegna óláta og þess að grunur léki á heimilisofbeldi. Kvaðst Nadine hafa haft samband við KSÍ vegna málsins og spurst fyrir um það. Engin frekari viðbrögð hafi komið frá KSÍ en nokkrum dögum síðar hafi Þ almannatengill hringt í hana og gert lítið úr málinu. Nadine upplýsti nefndina um að hún hefði grennslast frekar fyrir um málið í kjölfarið en hvorki þáverandi eiginkona A né neinn innan KSÍ hafi veitt neinar upplýsingar um það. Geir Þorsteinsson, sem á þessum tíma var formaður KSÍ, kvaðst í skýringum sínum til nefndarinnar minnast samtals við Magnús Gylfason í landsliðsnefnd um leikmann sem virtist eiga í erfiðleikum í sínu sambandi og að lögreglan hefði verið kölluð til. Geir kvað málið aldrei hafa verið „formlega á borði KSÍ og um einkalíf leikmannsins var að ræða“. Þá hafi það ekki tengst verkefni KSÍ að því er hann best vissi. Í skýringum til nefndarinnar kvað Geir þó „vel kunna að vera“ að hann hafi bent Magnúsi á að almannatengillinn Þ gæti hjálpað í tengslum við umfjöllun fjölmiðla og að hann hafi rætt við Þ, það sem hann hafi gert það „nokkuð reglulega þegar málefni tengd KSÍ voru til umfjöllunar í fjölmiðlum“.

Úttektarnefndin hefur við athugun sína fengið upplýsingar og gögn sem sýna fram á að félag sem Þ starfaði hjá sinnti verkefnum fyrir KSÍ á þessum tíma og fékk greiðslur frá sambandinu í umræddum mánuði. Við athugun sína ræddi nefndin við fyrrverandi eiginkonu A sem lýsti vonbrigðum sínum með hvernig KSÍ hefði tekið á þessu máli.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 14 klukkutímum

Messi ekki uppáhalds leikmaður undrabarnsins – Horfði meira á aðra stjörnu í liðinu

Messi ekki uppáhalds leikmaður undrabarnsins – Horfði meira á aðra stjörnu í liðinu
433Sport
Fyrir 17 klukkutímum

Fer hann til Newcastle strax í janúar?

Fer hann til Newcastle strax í janúar?
433Sport
Fyrir 18 klukkutímum

Manchester United enn og aftur grátt leikið af skyndibitakeðjunni

Manchester United enn og aftur grátt leikið af skyndibitakeðjunni
433Sport
Fyrir 18 klukkutímum
Isak og Nuno bestir
433Sport
Fyrir 20 klukkutímum

Segir Arnar líka hafa fundað með KSÍ í upphafi vikunnar – Þetta sé það eina sem geti komið í veg fyrir ráðningu hans

Segir Arnar líka hafa fundað með KSÍ í upphafi vikunnar – Þetta sé það eina sem geti komið í veg fyrir ráðningu hans
433Sport
Fyrir 21 klukkutímum

Ungstirni United með háar launakröfur – Svona myndi hann raðast á listann yfir þá launahæstu á Old Trafford

Ungstirni United með háar launakröfur – Svona myndi hann raðast á listann yfir þá launahæstu á Old Trafford
433Sport
Í gær

Búinn að framlengja á Old Trafford til 2030

Búinn að framlengja á Old Trafford til 2030
433Sport
Í gær

Forsetinn svarar sögusögnunum um Mourinho – Er orðaður við Everton

Forsetinn svarar sögusögnunum um Mourinho – Er orðaður við Everton
433Sport
Í gær

,,Ef ég klobba pabba mun hann líklega ekki hleypa mér inn á heimilið“

,,Ef ég klobba pabba mun hann líklega ekki hleypa mér inn á heimilið“
433Sport
Í gær

Að verða 38 ára en vill snúa aftur til Evrópu

Að verða 38 ára en vill snúa aftur til Evrópu