fbpx
Miðvikudagur 25.desember 2024
433Sport

Sveindís Jane og Berglind Björg á skotskónum er Ísland lagði Japan

Ísak Gabríel Regal
Fimmtudaginn 25. nóvember 2021 20:33

Mynd/KSÍ

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Íslenska kvennalandsliðið í knattspyrnu vann 2-0 sigur á Japan er liðin mættust í vináttuleik í kvöld. Leikið var á Yanmar vellinum í Japan.

Hin 18 ára gamla Cecilía Rán Rúnarsdóttir byrjaði á milli stanganna í kvöld. Agla María og Sveindís Jane byrjuðu á köntunum og Svava Rós Guðmundsdóttir byrjaði í fremstu víglínu.

Sveindís Jane kom Íslandi yfir á 14. mínútu eftir sendingu frá Karólínu Leu Vilhjálmsdóttur og staðan 1-0 þegar flautað var til loka fyrri hálfleiks. Berglind Björg Þorvaldsdóttir kom inn á sem varamaður fyrir Karólínu Leu eftir rúmlega klukkutíma leik og bætti við marki átta mínútum síðar.

Glódís Perla gaf á Sveindísi Jane sem sendi boltann fyrir markið þar sem Berglind Björg var mætt og skoraði fram hjá Kakiko í marki Japans. Meira var ekki skorað í leiknum og góður 2-0 sigur Íslands staðreynd.

Japan er í 13. sæti á styrkleikalista Alþjóðaknattspyrnusambandsins FIFA, þremur sætum fyrir ofan Ísland.

Japan 0 – 2 Ísland
0-1 Sveindís Jane Jónsdóttir (’14)
0-2 Berglind Björg Þorvaldsdóttir (’70)

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 2 dögum

Van Dijk veit ekki hvort eða hvenær hann skrifar undir

Van Dijk veit ekki hvort eða hvenær hann skrifar undir
433Sport
Fyrir 2 dögum

Saka ekki sá eini sem verður frá í töluverðan tíma

Saka ekki sá eini sem verður frá í töluverðan tíma
433Sport
Fyrir 2 dögum

FH-ingar að missa annan lykilmann

FH-ingar að missa annan lykilmann
433Sport
Fyrir 2 dögum

Osimhen og tveir aðrir orðaðir við Manchester United

Osimhen og tveir aðrir orðaðir við Manchester United