fbpx
Miðvikudagur 22.janúar 2025
433Sport

Endalok Eiðs Smára hjá KSÍ tengjast gleðskap sem sambandið bauð til

Ritstjórn DV
Miðvikudaginn 24. nóvember 2021 08:25

Mynd/Eyþór Árnason

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Eiður Smári Guðjohnsen hefur látið af störfum sem aðstoðarþjálfari A-landsliðs karla. Samkvæmt heimildum DV hefur málið þróast hratt síðustu daga.

Morgunblaðið fjallaði fyrst um málið og sagði frá því að málið tengdist vandamálum Eiðs Smára utan vallar.

Á mánudagsmorgun fékk DV ábendingu um að KSÍ ætlaði að nýta sér uppsagnarákvæði í samningi Eið Smára frá háttsettum aðila í íslenskum fótbolta. Rætt var við Vöndu Sigurgeirsdóttir formann KSÍ og Ásgrím Helga Einarsson formann landsliðsnefndar á mánudag. Bæði fóru í felur og vildu ekkert tjá sig um málið.

Endalok Eiðs Smára hjá landsliðinu tengjast gleðskap þar sem leikmenn, þjálfarar og starfslið KSÍ hittist eftir leik í í Norður-Makedóníu fyrr í þessum mánuði. Þetta herma heimildir DV. Liðið lauk þar leik í undankeppni HM og bauð Knattspyrnusambandið í glas.

Flestir á svæðinu fengu sér 1-2 drykki að leik loknum en einhverjir sátu lengur. Samkvæmt heimildum DV átti Eiður Smári samtal við Vöndu á mánudag þar sem þau ræddu málið.  Heimildarmenn DV úr innsta hring landsliðsins telja þó að Eiður Smári hafi ekki farið yfir nein mörk þetta kvöld í Norður-Makedóníu.

Einn leikmaður landsliðsins er þó undir smásjá sambandsins en sá er sagður hafa farið hressilega yfir þau mörk sem voru sett þegar Knattspyrnusambandið bauð í glas. Samkvæmt heimildum DV var leikmaðurinn enn í annarlegu ástandi þegar liðið ferðaðist heim á leið snemma morguns þann 15 nóvember.

KSÍ birti þessa mynd á samfélagsmiðlum eftir leik.

Eiður Smári var sendur í tímabundið leyfi í sumar frá störfum sem aðstoðarþjálfari landsliðsins. Fékk hann skriflega áminningu frá Guðna Bergssyni þá formanni KSÍ og hans stjórn vegna hegðunar utan vallar.

Vanda Sigurgeirsdóttir formaður KSÍ var með í för í ferðinni og hefur skoðað málið frá heimkomu. „Ég get ekki tjáð mig um þetta, við erum með þetta prinsipp að tala ekki um starfsmannamál,“ sagði Vanda Sigurgeirsdóttir formaður KSÍ í samtali við DV á mánudag. Ásgrímur Helgi Einarsson formaður landsliðsnefndar varð flóttalegur í símann á mánudag og vlidi slíta samtalinu sem fyrst.

Arnar Þór Viðarsson landsliðsþjálfari og yfirmaður knattspyrnumála hefur ekki svarað í símann í þrjá daga vegna málsins. Arnar er með sama uppsagnarákvæði í samningi sínum en árið hefur verið gríðarlega erfitt fyrir A-landslið karla.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 11 klukkutímum

17 ára drengur handtekinn vegna ummælanna á netinu

17 ára drengur handtekinn vegna ummælanna á netinu
433Sport
Fyrir 11 klukkutímum

De Bruyne tjáir sig – „Skrifa ekki undir tíu ára samning“

De Bruyne tjáir sig – „Skrifa ekki undir tíu ára samning“
433Sport
Í gær

Hákon Arnar byrjar á Anfield

Hákon Arnar byrjar á Anfield
433Sport
Í gær

Áhrifavaldurinn heimsfrægi fór langt yfir strikið í beinni útsendingu: Minnti hann á frægt framhjáhald – ,,Börnin mín líta upp til hans“

Áhrifavaldurinn heimsfrægi fór langt yfir strikið í beinni útsendingu: Minnti hann á frægt framhjáhald – ,,Börnin mín líta upp til hans“
433Sport
Í gær

Amorim trylltist af reiði – Eyðilagði sjónvarp

Amorim trylltist af reiði – Eyðilagði sjónvarp
433Sport
Í gær

Parið setti sér þessa reglu í svefnherberginu – Ef þau brutu hana gerðu þau þetta

Parið setti sér þessa reglu í svefnherberginu – Ef þau brutu hana gerðu þau þetta