Flestir leikmenn í ensku úrvalsdeildinin eru á frábærum launum en það eru ekki allir í sama flokki. Enska götublaðið The Sun hefur tekið saman launalægstu leikmennina í öllum liðum.
Launalægsti leikmaður Chelsea þarf ekki að hafa áhyggjur af neinu en hann Marcus Bettinelli þénar rúmar 6 milljónir króna á viku.
Nuno Tavares hjá Arsenal er með um 5 milljónir á viku eða 20 milljónir á mánuði. Shola Shoretire ungur leikmaður Manchester United er á hálfgerðum lúsalaunum með 1,5 milljón á viku. Miðað við samherja sína er hann í láglaunaflokki.
Launalægsti leikmaðurinn er Jeremy Ngakia hjá Watford með 450 þúsund krónur á viku.
Samantekt um þetta er hér að neðan.
Arsenal – Nuno Tavares (£27,000 pund á viku)
Aston Villa – Jacob Ramsey (£15,000 pund á viku)
Brentford – Jan Zamburek (£3,150 pund á viku)
Brighton & Hove Albion – Jakub Moder (£10,000 pund á viku)
Burnley – Will Norris (£5,769 pund á viku)
Chelsea – Marcus Bettinelli (£35,000 pund á viku)
Crystal Palace – Remi Matthews (£4,700 pund á viku)
Everton – Anthony Gordon (£10,000 pund á viku)
Leeds United – Jamie Shackleton (£17,000 pund á viku)
Leicester City – Luke Thomas (£25,000 pund á viku)
Liverpool – Neco Williams (£9,000 pund á viku)
Manchester City – Liam Delap (£8,000 pund á viku)
Manchester United – Shola Shoretire (£8,000 pund á viku)
Newcastle United – Mark Gillespie (£11,538 pund á viku)
Norwich City – Bali Mumba (£5,000 pund á viku)
Southampton – Nathan Tella (£12,000 pund á viku)
Watford – Jeremy Ngakia (£2,500 pund á viku)
West Ham United – Ben Johnson (£19,231 pund á viku)
Wolverhampton Wanderers – Max Kilman (£14,000 pund á viku)