Sveinn Aron Guðjohnsen kom inn á sem varamaður þegar 20 mínútur lifðu leiks í markalausu jafntefli Elfsborg gegn Varbergs í sænsku úrvalsdeildinni í dag. Markvörðurinn Hákon Rafn Valdimarsson var á varamannabekk Elfsborg. Hann hafði leikið síðustu fjóra leiki.
Elfsborg er í þriðja sæti deildarinnar með 49 stig eftir 27 leiki.
Í dönsku B-deildinni töpuðu lærisveinar Freys Alexanderssonar í Lyngby gegn Hvidovre á útivelli. Sævar Atli Magnússon og Frederik Schram voru á varamannabekk Lyngby í leiknum.
Lyngby er í þriðja sæti deildarinnar með 29 stig eftir 15 leiki.
Loks lék Davíð Kristján Ólafsson allan leikinn fyrir Álasund í 2-2 jafntefli gegn Fredrikstad í norsku B-deildinni.
Álasund er í öðru sæti deildarinnar þegar tvær umferðir eru eftir. Liðið er með 4 stiga forskot á Jerv í þriðja sætinu og því í kjörstöðu upp á að fara upp í efstu deild.