fbpx
Miðvikudagur 13.nóvember 2024
433Sport

Enska úrvalsdeildin: Chelsea missteig sig gegn Jóa Berg og félögum – Norwich vann fótboltaleik

Helgi Sigurðsson
Laugardaginn 6. nóvember 2021 17:01

Mynd/Getty

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Þremur leikjum er nýlokið í ensku úrvalsdeildinni.

Chelsea 1-1 Burnley

Chelsea tók á móti Burnley og tókst ekki að sigra.

Þrátt fyrir að hafa ekki verið nógu beittir sóknarlega í fyrri hálfleik þá leiddi Chelsea í leikhléi með marki Kai Havertz á 33. mínútu. Hann skoraði eftir flotta fyrirgjöf Reece James.

Chelsea fékk sín færi til að tvöfalda forystu sína í seinni hálfleik en það tókst ekki. Þess í stað jafnaði Matej Vydra fyrir Burnley á 79. mínútu. Lokatölur urðu 1-1.

Jóhann Berg Guðmundsson var í byrjunarliði Burnley í leiknum og lék í 70 mínútur.

Chelsea er þrátt fyrir jafnteflið enn á toppi deildarinnar með 26 stig. Burnley er í átjánda sæti með 8 stig.

Crystal Palace 2-0 Wolves

Crystal Palace heldur góðu gengi sínu áfram. Liðið vann Wolves í Lundúnum í dag.

Markalaust var eftir fyrri hálfleik en eftir klukkutíma leik tók Palace forystuna. Þá skoraði Wilfried Zaha eftir undirbúning James McArthur.

Conor Gallagher innsiglaði 2-0 sigur heimamanna á 78. mínútu.

Crystal Palace er í níunda sæti með 15 stig. Wolves er sæti ofar með stigi meira.

Brentford 1-2 Norwich

Norwich vann sinn fyrsta leik á tímabilinu í nýliðaslag gegn Brentford.

Mathias Normann kom gestunum í Norwich yfir strax á 6. mínútu. Teemu Pukki tvöfaldaði forystuna með marki af vítapunktinum eftir tæpan hálftíma leik.

Rico Henry minnkaði muninn fyrir Brentford á 60. mínútu. Nær komust þeir ekki. Lokatölur 1-2.

Brentford er í fjórtánda sæti með 12 stig. Norwich lyfti sér með sigrinum upp fyrir Newcastle og er nú í 19. sæti með 6 stig. Newcastle á þó leik til góða gegn Brighton á eftir.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 8 klukkutímum

Sá sem borgaði 3 milljarða fyrir Orra í sumar að hætta

Sá sem borgaði 3 milljarða fyrir Orra í sumar að hætta
433Sport
Fyrir 9 klukkutímum

Fá ekki að vita hver dánarorsök var fyrr en á næsta ári

Fá ekki að vita hver dánarorsök var fyrr en á næsta ári
433Sport
Fyrir 11 klukkutímum

Víkingur þarf að borga væna summu í sekt fyrir framkomu stuðningsmanna – Blikar fá smá sekt

Víkingur þarf að borga væna summu í sekt fyrir framkomu stuðningsmanna – Blikar fá smá sekt
433Sport
Fyrir 12 klukkutímum

Tveir nánustu aðstoðarmenn Gerrard reknir en hann virðist ætla að lifa af

Tveir nánustu aðstoðarmenn Gerrard reknir en hann virðist ætla að lifa af
433Sport
Fyrir 15 klukkutímum

Formaður kennarasambandsins fær á baukinn fyrir ferð sína erlendis um helgina – „Ég vann satt að segja bara töluvert mikið í fjarvinnu“

Formaður kennarasambandsins fær á baukinn fyrir ferð sína erlendis um helgina – „Ég vann satt að segja bara töluvert mikið í fjarvinnu“
433Sport
Fyrir 16 klukkutímum

KSÍ úthlutaði 30 milljónum – Rúmlega helmingur fór til Egilsstaða

KSÍ úthlutaði 30 milljónum – Rúmlega helmingur fór til Egilsstaða
433Sport
Í gær

Hélt framhjá manninum sínum með góðum vini hans – Byrjaði svo með frægum manni sem var að sparka henni

Hélt framhjá manninum sínum með góðum vini hans – Byrjaði svo með frægum manni sem var að sparka henni
433Sport
Í gær

Grófu upp myndband af Coote að dæma hjá Liverpool – Lykilmaður og Klopp létu hann heyra það

Grófu upp myndband af Coote að dæma hjá Liverpool – Lykilmaður og Klopp létu hann heyra það