fbpx
Fimmtudagur 19.desember 2024
433Sport

Emil Pálsson hneig niður á vellinum – Leikur stöðvaður og Emil fluttur á brott með sjúkraflugi

Erla Dóra Magnúsdóttir
Mánudaginn 1. nóvember 2021 18:02

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Emil Pálsson, íslenskur knattspyrnumaður sem spilar fyrir Sogndal í Noregi hrundi niður á vellinum í leik Sogndals gegn Stjørdals í norsku B-deildinni í knattspyrnu á Fosshaugen-vellinum í dag.  þegar aðeins voru liðnar 12 mínútur af leiktíma. Frá þessu greina norskir miðlar.

Að sögn norskra miðla var sjúkraþyrla kallaður til og voru aðstæður afar dramatískar.

Emil hlaut fyrstuhjálp á vettvangi og var að sögn með meðvitund þegar hann var fluttur af vettvangi með þyrlu. Að líkindum verður hann fluttur á sjúkrahúsið í Haukeland.

Emil hneig niður eftir aðeins 12 mínútur af leiktíma og var leikur stöðvaður. Emil var á vellinum í um tíu mínútur áður en hann var fluttur af vettvangi. Reyndu þeir hvað þeir gátu að skýla Emil frá myndavélum. Útsendingu frá leiknum var fljótt hætt og áður en það var gert höfðu myndatökumenn gætt þess að færa vélar sínar frá Emil.

Aðdáendur voru beðnir um að yfirgefa stúku og héldu aðrir leikmenn rakleiðis í búningsklefa og leikurinn blásinn af.

Ekki er vitað með líðan Emils að svo stöddu en hafa fjölmargir sent honum stuðning í gegnum samfélagsmiðla.

Heimildir: VG, Dagbladet, NRK

Uppfært: 18:25 – Upprunalega stóð að Emil hafi verið fluttur með sjúkrabíl en hið rétt er að hann var fluttur með sjúkraflugi. Fréttin hefur verið leiðrétt. 

 

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 8 klukkutímum

Ryan Reynolds og félagar á eftir fyrrum stjörnu úr ensku úrvalsdeildinni

Ryan Reynolds og félagar á eftir fyrrum stjörnu úr ensku úrvalsdeildinni
433Sport
Fyrir 9 klukkutímum

Fjöldi liða í Sádí vill Rashford

Fjöldi liða í Sádí vill Rashford
433Sport
Fyrir 10 klukkutímum

Arnar léttur fyrir stóru stundina – „Fyrir ári síðan var ég í IKEA, sem er versta martröð allra karlmanna“

Arnar léttur fyrir stóru stundina – „Fyrir ári síðan var ég í IKEA, sem er versta martröð allra karlmanna“
433Sport
Fyrir 12 klukkutímum

Óskar Hrafn tjáir sig um samstarfið við Ólaf sem var sagt stormasamt – „Snerist ekki um það að við höfum unnið mikið eða lítið saman“

Óskar Hrafn tjáir sig um samstarfið við Ólaf sem var sagt stormasamt – „Snerist ekki um það að við höfum unnið mikið eða lítið saman“
433Sport
Fyrir 12 klukkutímum

Allt vitlaust eftir að þessi mynd birtist af Rooney – „Algjör svikari“

Allt vitlaust eftir að þessi mynd birtist af Rooney – „Algjör svikari“
433Sport
Í gær

Choupo-Mouting skrifar undir í Bandaríkjunum

Choupo-Mouting skrifar undir í Bandaríkjunum
433Sport
Í gær

Var algjörlega gleymdur en byrjaði fyrsta leik sinn í næstum 600 daga

Var algjörlega gleymdur en byrjaði fyrsta leik sinn í næstum 600 daga
433Sport
Í gær

Óskar opnar sig um endalokin í Kópavoginum – „Ekki hægt að líta á það öðruvísi en að ég hafi verið rekinn, þetta var ekki skets í Fóstbræðrum“

Óskar opnar sig um endalokin í Kópavoginum – „Ekki hægt að líta á það öðruvísi en að ég hafi verið rekinn, þetta var ekki skets í Fóstbræðrum“
433Sport
Í gær

Íslensk knattspyrna 2024 er komin út

Íslensk knattspyrna 2024 er komin út