fbpx
Mánudagur 23.desember 2024
433Sport

Telur Kolbrúnu vanhæfa í starfi hjá KSÍ eftir ummæli um landsliðsmenn – Kolbrún ber fyrir sig tungumálaörðugleikum

Hörður Snævar Jónsson
Föstudaginn 29. október 2021 14:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Lögmaðurinn, Sigurður G Guðjónsson telur að Kolbrún Hrund Sigurgeirsdóttir sem leiðir starfshóp KSÍ sem vinnur að jafnrétti sé nú vanhæf í starfi. Fyrr í vikunni birti The Athletic ítarlega grein um stöðu mála hjá Knattspyrnusambandi Íslands. Gustað hefur um sambandið síðustu vikur og mánuði. Landsliðsmenn hafa verið sakaðir um ofbeldi af ýmsum toga. Var þetta eitt helsta umfjöllunarefni í grein The Athletic.

Kolbrúnu Hrund var ein af þeim sem ræddi við The Athletic, Ummæli hennar í greininni hafa vakið furðu innan knattspyrnuhreyfingarinnar. Túlka má ummæli hennar þannig að hún telji nokkra landsliðsmenn seka af brotum sem þeir eru sakaðir um. ,,Þeir voru hetjur okkar og allir elskuðu þá en það tók þá fjær raunveruleikanum,“ segir Kolbrún um gullaldarlið Íslands sem komst á EM 2016 og HM 2018, nokkrir af leikmönnum liðsins hafa verið sakaðir um kynferðislegt ofbeldi gegn konum.

,,Í kjölfarið fá þeir fjölda skilaboða frá stelpum og konum og ég tel að þeir hafi ekki kunnað að bregðast við því. Ég tel að þeir hafi misnotað aðstöðu sína og talið sig eiga rétt á því að haga sér á ákveðinn hátt,“ sagði Kolbrún einnig.

Sigurður G telur Kolbrúnu nú vanhæfa:

Tveir leikmenn sem tilheyrt hafa íslenska landsliðinu síðustu ár liggja undir grun um kynferðisbrot. Fleiri ábendingar hafa borist KSÍ um ofbeldi landsliðsmanna. Hingað til hefur þó enginn verið dæmdur fyrir brot. Mikla ólgu má greina á meðal fólks í hreyfingunni vegna ummæla Kolbrúnar, þar sem hún telur að þeir hafi misnotað aðstöðu sína og talið sig rétt á að haga sér á ákveðinn hátt. Nefnir hún engan á nafn í því samhengi.

Sigurður hefur látið mál KSÍ síðustu vikur sig varða og tjáð sig um þau á opinberum vettvangi. Hann telur að Kolbrúnu sé ekki stætt að halda starfi sínu áfram.

„Þessi yfirlýsing frá þessari ágætu konu eru þessu eðlis að hún gerir sig óhæfa í starfinu. Hún getur ekki fjallað með hlutlægum hætti um málið hér eftir,“ segir Sigurður G um málið í samtali við DV.

Hann kvaðst ekki hafa lesið grein The Athletic spjaldanna á milli en hann hefði tekið eftir ummælum Kolbrúnar.

Kolbrún svaraði aðeins með tölvupósti:

Blaðamaður hafði frá því í gær reynt að fá Kolbrúnu til að svara fyrir um ummælin, ítrekuðum símtölum var ekki svarað. Þegar blaðamaður hringdi úr öðru símanúmeri svaraði Kolbrún. Eftir að hafa fengið að vita um umfjöllunarefni fréttarinnar sagðist hún ekki hafa tíma í að tala núna, taldi hún útilokað að hún gæti svarað símtali það sem eftir lifði dags en sagðist mögulega geta svarað síma á morgun (Í dag).

Í dag var aftur reynt að ná á Kolbrúnu sem vildi ekki svara símtölum en sendi blaðamanni yfirlýsingu frá sér eftir samskipti í gengum smáskilaboð. „Í viðtali sem birtist við mig í íþróttatímaritinu The Athletic 27. október var hægt að túlka orð mín sem svo að ég teldi alla leikmenn landsliðsins jafn seka um kynferðislegt ofbeldi,“ segir Kolbrún í skriflegri yfirlýsingu.

Hún heldur svo áfram. „Fyrir mér er það alveg skýrt: vandamálið liggur ekki hjá öllum leikmönnum landsliðsins heldur þeim sem mögulega hafa beitt ofbeldi. Kannski hefði ég svarað þessum spurningum The Athletic með öðrum hætti og skýrar á móðurmálinu en ekki ensku,“ skrifar Kolbrún.

Kolbrún segir að mikilvægt sé að geta tjáð sig um þessi mál en vanda þurfi orðalag. „Það er mikilvægt að fólk þori og geti tjáð sig um kynferðisbrotamál en auðvitað verður að vanda orðaval og gæta að hvernig hlutir eru sagðir.“

Ekki náðist á Vöndu Sigurgeirsdóttir formann KSÍ við vinnslu fréttarinnar.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 15 klukkutímum

Byrjunarliðin í enska boltanum – Rashford ekki með

Byrjunarliðin í enska boltanum – Rashford ekki með
433Sport
Fyrir 15 klukkutímum

Tjáir sig um slagsmál sem fáir hafa heyrt um: Var aðeins tímaspursmál – ,,Vorum að fá okkur í glas og hann endaði kvöldið með glóðarauga“

Tjáir sig um slagsmál sem fáir hafa heyrt um: Var aðeins tímaspursmál – ,,Vorum að fá okkur í glas og hann endaði kvöldið með glóðarauga“
433Sport
Fyrir 18 klukkutímum

,,Sjáðu mamma, ég spilaði fótboltaleik í gær“

,,Sjáðu mamma, ég spilaði fótboltaleik í gær“
433Sport
Fyrir 19 klukkutímum

Töluðu við nýtt vitni sem hafði allt aðra sögu að segja: Vissi ekki að konan væri á staðnum – ,,Báðu öryggisverði um að fjarlægja hana“

Töluðu við nýtt vitni sem hafði allt aðra sögu að segja: Vissi ekki að konan væri á staðnum – ,,Báðu öryggisverði um að fjarlægja hana“