Miðjumaðurinn Dagur Dan Þórhallsson hefur skrifað undir þriggja ára samning við Breiðablik en félagið tilkynnti þetta áðan.
Dagur Dan er afar efnilegur leikmaður en hann er fæddur árið 2000. Hann lék með Fylki og Haukum á sínum yngri árum. Hann hefur leikið 23 unglingalandsliðsleiki fyrir Ísland.
Leikmaðurinn kemur frá norska félaginu Mjøndalen en hann lék með Fylki á síðasta tímabili á láni. Hann spilaði 20 leiki með Fylki í sumar sem féll niður í 1. deild.
„Það er mikið fagnaðarefni fyrir okkur Blika að fá Dag Dan í okkar raðir og við hlökkum til að sjá hann á vellinum,“ sagði í tilkynningu Breiðabliks.
Dagur Dan í Breiðablik https://t.co/UJNNhujaBN
— Blikar.is (@blikar_is) October 29, 2021