Indriði Áki Þorláksson hefur framlengt samning sinn við Fram til tveggja ára. Samningurinn gildir út keppnistímabilið 2023.
Indriði Áki sneri aftur til Fram fyrir síðasta tímabil og átti frábært sumar í ósigruðu liði Fram í Lengjudeildinni.
Alls hefur Indriði Áki leikið 87 leiki fyrir Fram og skorað í þeim 13 mörk en hann lék áður með Fram árin 2015-2017.
Frammistaða Indriða Áka fór ekki framhjá sparkspekingum og var hann valinn í lið ársins í þáttunum Lengjudeildarmörkunum sem sýndir voru á Hringbraut í sumar.
„Knattspyrnudeild Fram fagnar því hafa Indriða Áka áfram í sínum röðum og bindur miklar vonir við hann á komandi árum,“ sagði í tilkynningu Fram.