fbpx
Þriðjudagur 29.apríl 2025
433Sport

Helgi upplifði skrýtna hluti í Portúgal – Fengu 500 evru seðla eftir leik frá keppinautum

Aron Guðmundsson
Miðvikudaginn 13. október 2021 10:30

Helgi Valur MYND/ERNIR

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Helgi Valur Daníelsson, hefur lagt knattspyrnuskóna á hilluna eftir farsælan ferli hér heima og í atvinnumennsku. Helgi endaði ferilinn með uppeldisfélaginu sínu Fylki í Pepsi-Max deildinni og hann fór yfir feril sinn og tengda atburði í hlaðvarpsþættinum Steve Dagskrá.

Helgi Valur spilaði meðal annars í portúgölsku deildinni með Belenenses tímabilið 2013-2014. Fótboltinn í Portúgal hentaði Helga vel.

„Þar er hægt og mjög rólegt uppspil en taktískt og mjög mikið af einn á einn einvígum. En fótboltinn er frábær í þessari deild og gæðin mikil. Það voru með skemmtilegri upplifunum mínum á knattspyrnuferlinum að spila á móti liðum í portúgölsku deildinni á borð við Benfica, Sporting, Braga og Porto,“ sagði Helgi Valur í hlaðvarpsþættinum Steve Dagskrá.

Deildin í Portúgal er sérstök en þar hafa um árabil verið stærri klúbbar á borð við Benfica, Porto, Sporting og Braga sem ráða ríkjum. Rígurinn milli Porto og Benfica er mikill og því kynntist Helgi Valur. Það var margt skrýtið við Portúgölsku deildina og ekki allt með felldu.

„Við fengum stundum 500 evru seðla inn í klefa eftir leiki eins og þegar að við gerðum jafntefli við Benfica einu sinni. Þá hafði Porto gefið klúbbnum okkar ákveðna peningaupphæð með þeim skilyrðum að við yrðum að  vinna eða gera jafntefli við Benfica en þetta er allt gúdderað því þeir eru að gefa okkur pening fyrir að reyna vinna Benfica. Eftir leik fórum við bara í röð inn á skrifstofu til stjórans og fengum stundum einn eða nokkra 500 evra seðla,“ segir Helgi Valur um upplifun sína í Portúgal.

Hann heimfærð síðan þessa upplifun sína yfir á íslenska boltann.

Hugsið ykkur bara ef Blikar hefðu borgað KR fyrir síðustu umferðina í Pepsi-Max deildinni, það aldrei gengið upp. Þetta er mjög skrýtið en þetta er samþykkt þarna í Portúgal og það eru bara stóru klúbbarnir og þetta er þeirra leið til að reyna hjálpa litlu liðunum og þetta er það sem allir vita af,“ sagði Helgi Valur Daníelsson, í hlaðvarpsþættinum Steve Dagskrá.

Markmiðið var ekki að verða stórstjarna:

Fótboltinn átti aldrei allan hug Helga Vals. Hann lagði mikið upp úr því að mennta sig meðfram knattspyrnuferlinum.

„Ég hafði aldrei upplifað mig sem þannig leikmann að ég yrði stórstjarna. Eins mikið og ég hefði viljað vera svona einbeittur á að spila bara fótbolta, mér fannst mjög gaman í fótbolta og ég kom mér stundum á óvart að ég gat komist lengra en ég hafði haldið en ég var alltaf samt að hugsa um menntunina,.Ég vildi mennta mig og ég var kannski stundum of mikið að pæla í því. Mér finnst það svolítið svekkjandi núna því að núna finnst mér bara mjög skemmtilegt að spila fótbolta, mér hefur í raun aldrei fundist jafn skemmtilegt að spila fótbolta eins og núna.

Helgi Valur Daníelsson, Fréttablaðið/Ernir

Helgi Valur er 40 ára gamall og hefur spilað sinn síðasta knattspyrnuleik en hann kláraði sitt síðasta tímabil með Fylki í Pepsi-Max deildinni. Hann sneri aftur á knattspyrnuvöllinn fyrir nýafstaðið tímabil eftir að hafa gengið í gegnum erfið meiðsli.

„Ég myndi vija spila áfram en ég er á þeim stað í lífinu núna að það bara gengur ekki upp. Þá hugsar maður til baka og hugsar með sér hvort maður hefði geta notið þess betur að spila fótbolta í atvinnumennsku á staðnum sem ég vildi vera á en ég var það mikið með hugann við að mennta mig að ég varð eiginlega alltaf að vera mennta mig eitthvað með knattspyrnuferlinum svo ég væri ekki alveg að byrja á byrjun,“ sagði Helgi Valur Daníelsson, í hlaðvarpsþættinum Steve Dagskrá.

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 13 klukkutímum

Nýliðarnir ræða við Onana

Nýliðarnir ræða við Onana
433Sport
Fyrir 14 klukkutímum

Sjáðu myndbandið: Létu Óla Val heyra það í kjölfar afar umdeilds atviks í gær

Sjáðu myndbandið: Létu Óla Val heyra það í kjölfar afar umdeilds atviks í gær
433Sport
Fyrir 16 klukkutímum

Rikki G tók tvo menn fyrir eftir atburðina fyrir norðan – „Tölum bara hreint út“

Rikki G tók tvo menn fyrir eftir atburðina fyrir norðan – „Tölum bara hreint út“
433Sport
Fyrir 17 klukkutímum

Nokkuð miklar líkur á að hann fari – Stóru seðlarnir heilla

Nokkuð miklar líkur á að hann fari – Stóru seðlarnir heilla
433Sport
Fyrir 21 klukkutímum

Myndi frekar mæta Rice og Rodri en leikmanni Chelsea

Myndi frekar mæta Rice og Rodri en leikmanni Chelsea
433Sport
Fyrir 22 klukkutímum

Arsenal sagt undirbúa stórt tilboð í leikmann Barcelona

Arsenal sagt undirbúa stórt tilboð í leikmann Barcelona
433Sport
Í gær

Brotnaði saman á pizzastað á Egilsstöðum – „Þarna var hjartað á milljón“

Brotnaði saman á pizzastað á Egilsstöðum – „Þarna var hjartað á milljón“
433Sport
Í gær

Verið stórkostlegur í vetur en hefði íhugað að fara til Sádi í fyrra

Verið stórkostlegur í vetur en hefði íhugað að fara til Sádi í fyrra