fbpx
Þriðjudagur 21.janúar 2025
433Sport

Ítarlegt viðtal við Vöndu: Tækifæri í krísu – Leikmenn undir lögreglurannsókn útilokaðir

Aron Guðmundsson
Þriðjudaginn 12. október 2021 22:00

Vanda Sigurgeirsdóttir, formaður KSÍ Mynd/Anton Brink

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Vanda Sigurgeirsdóttir, formaður Knattspyrnusambands Íslands, var í viðtali í þættinum 433.is á sjónvarpsstöðinni Hringbraut í kvöld. Vanda var nýverið kjörinn formaður sambandsins á krísutímum eftir að hvert hneykslismálið tengt sambandinu skaut upp kollinum.

Arnar Þór nýtur stuðnings Vöndu:

Vanda styður við bakið á Arnari Þór Viðarssyni, landsliðsþjálfara karlalandsliðsins, sem þarf að stýra karlalandsliðinu á erfiðum tímum.

„Ég held að enginn annar landsliðsþjálfari í sögu Íslands hafi lent í eins miklum hremmingum og hann hefur lent í. Ég hef sagt það áður að við styðjum þá (Arnar og Eið) í þessu verkefni og við gerum okkur grein fyrir því hlutskipti sem þeir eru í.“

Mynd/Eyþór Árnason

Arnar Þór Viðarsson, var ráðinn landsliðsþjálfari karlalandsliðsins í desember í fyrra og þá leit verkefnið framundan allt öðruvísi út. Hneykslismál tengd leikmönnum sem hafa leikið með landsliðinu hafa skotið upp kolli. Hefur Vanda átt samtöl við Arnar þar sem hann lýst því yfir að hætta sem landsliðsþjálfari sökum þessara breyttu aðstæðna?

„Við höfum ekkert rætt það og það er ekki mín tilfinning út frá þeim samtölum sem ég hef átt við hann. Mér finnst enginn bilbugur á honum. Mér finnst hann bara horfa fram á við.“

Í krísum felast líka tækifæri:

En horfir Vanda á starf sitt sem krísustjórnun?

„Já ég hef alveg sagt það. Þetta er krísa, við getum ekkert horft fram hjá því. En svo finnst mér líka að í krísum felast líka tækifæri,“ sagði Vanda Sigurgeirsdóttir, formaður KSÍ

Útilokaðir á meðan lögreglurannsókn stendur yfir:

Verið er að vinna í að setja reglur, ferla og aðgerðaráætlanir til þess að bregðast við málum sem kunna að koma upp á borð knattspyrnusambandsins og svipa til ásakana um kynferðisofbeldi. Er leikmaður eða starfsmaður sem eru undir lögreglulrannsókn útilokaðir á meðan sú rannsókn stendur yfir?

„Reglurnar eru ekki komnar þannig að mín skoðun er já (eru útilokaðir á meðan lögreglurannsókn stendur). Ég byggi það bara á því að þannig er það gert víða. Þannig er það hjá íþróttabandalagi Reykjavíkur og mjög mörgum fyrirtækjum,

Aron Einar Gunnarsson og Gylfi Þór Sigurðsson er undir rannsókn löreglu þessa dagana sakaðir um kynferðisbrot. Ljóst má vera að þeir spila ekki fyrir hönd Íslands á meðan málið er til skoðunnar ef vilji Vöndu nær fram að ganga.

Viðtalið við Vöndu Sigurgeirsdóttur, formann Knattspyrnusambands Íslands í þættinum 433.is má sjá hér fyrir neðan.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 14 klukkutímum

KSÍ boðar varnarmenn til æfinga – Goðsagnir mæta á svæðið

KSÍ boðar varnarmenn til æfinga – Goðsagnir mæta á svæðið
433Sport
Fyrir 15 klukkutímum

Kári var búinn að undirbúa Sölva – „Það er enginn þjálfari eilífur“

Kári var búinn að undirbúa Sölva – „Það er enginn þjálfari eilífur“
433Sport
Fyrir 16 klukkutímum

Sölvi stoltur og hlakkar til komandi tíma – „Mig er búið að gruna þetta“

Sölvi stoltur og hlakkar til komandi tíma – „Mig er búið að gruna þetta“
433Sport
Fyrir 18 klukkutímum

Brasilíumaðurinn heldur til Tyrklands í kvöld

Brasilíumaðurinn heldur til Tyrklands í kvöld
433Sport
Fyrir 18 klukkutímum

Þetta er upphæðin sem United þarf að reiða fram fyrir ungstirnið

Þetta er upphæðin sem United þarf að reiða fram fyrir ungstirnið
433Sport
Fyrir 21 klukkutímum

Ítalirnir gætu bjargað bakverðinum

Ítalirnir gætu bjargað bakverðinum
433Sport
Fyrir 22 klukkutímum

Varð brugðið þegar hann fetaði óvænt í fótspor Gumma Ben – „Ég svitnaði og svitnaði“

Varð brugðið þegar hann fetaði óvænt í fótspor Gumma Ben – „Ég svitnaði og svitnaði“
433Sport
Í gær

Chelsea og Manchester United taka slaginn

Chelsea og Manchester United taka slaginn
433Sport
Í gær

Framtíð Neymar að skýrast – Á leið aftur heim

Framtíð Neymar að skýrast – Á leið aftur heim