Jóhann Berg Guðmundsson hefur dregið sig út úr landsliðshópnum sem kemur saman á morgun fyrir leiki gegn Armeníu og Liechtenstein í undankeppni HM 2020.
Jóhann Berg hefur glímt við smávægileg meiðsli í nára undanfarna daga og gefur því ekki kost á sér í þetta verkefni.
Þetta fékk 433.is staðfest frá KSÍ í kvöld. Möguleiki er á að fleiri leikmenn fari úr hópnum vegna meiðsla en KSÍ mun greina frá slíku í fyrramálið.
Kantmaðurinn lék 30 mínútur í markalausu jafntefli Burnley og Norwich í ensku úrvalsdeildinni í gær. Jóhann var fyrirliði liðsins í tveimur leikjum í síðasta verkefni.
Ljóst er að verkefnið er ærið fyrir Arnar Þór Viðarsson þjálfara liðsins. .Níu leikmenn sem byrjuðu gegn Rúmeníu í nóvember á síðasta ári eru ekki í hópnum að auki er Kolbeinn Sigþórsson fjarverandi en hann var á meðal varamanna í leiknum um laust sæti á EM.
Hópurinn sem kynntur var á fimmtudag:
Patrik Sigurður Gunnarsson – Viking FK
Rúnar Alex Rúnarsson – Oud-Heverlee-Leuven – 12 leikir
Elías Rafn Ólafsson – FC Midtjylland
Jón Guðni Fjóluson – Hammarby IF – 18 leikir, 1 mark
Ari Leifsson – Stromsgodset IF – 1 leikur
Brynjar Ingi Bjarnason – US Lecce – 6 leikir, 2 mörk
Hjörtur Hermannsson – Pisa – 23 leikir, 1 mark
Ari Freyr Skúlason – IFK Norrköping – 81 leikur
Guðmundur Þórarinsson – New York City FC – 9 leikir
Alfons Sampsted – FK Bodo/Glimt – 5 leikir
Birkir Már Sævarsson – Valur – 101 leikur, 3 mörk
Þórir Jóhann Helgason – US Lecce – 3 leikir
Ísak Bergmann Jóhannesson – FC Köbenhavn – 7 leikir
Birkir Bjarnason – Adana Demirspor – 101 leikur, 14 mörk
Stefán Teitur Þórðarson – Silkeborg IF – 4 leikir
Andri Fannar Baldursson – FC Köbenhavn – 7 leikir
Guðlaugur Victor Pálsson – FC Schalke 04 – 28 leikir, 1 mark
Albert Guðmundsson – AZ Alkmaar – 25 leikir, 4 mörk
Jón Dagur Þorsteinsson – AGF – 12 leikir, 1 mark
Mikael Neville Anderson – AGF – 10 leikir, 1 mark
Andri Lucas Guðjohnsen – Real Madrid Castilla – 3 leikir, 1 mark
Sveinn Aron Guðjohnsen – IF Elfsborg – 4 leikir
Viðar Örn Kjartansson – Valerenga IF – 30 leikir, 4 mörk
Elías Már Ómarsson – Nimes Olympique – 9 leikir