Tveir leikir fóru fram í A-riðli í Reykjavíkurmótinu í dag en þar mættust Valur og Leiknir og ÍR tók á móti Þrótti Reykjavík.
Fimm mörk voru skoruð í báðum leikjum en Valur hafði betur gegn Leikni en leikurinn fór 3-2. Haukur Páll fyrirliði Vals skoraði fyrstu tvö mörk fyrir heimamanna og bætti svo Sigurður Egill því þriðja. Tvö mörk í uppbótartíma frá Leikni dugðu ekki til en þau gerðu Dagur Austmann og Sævar Atli.
Valur 3 – 2 Leiknir R.
1-0 Haukur Páll Sigurðsson(’41)
2-0 Haukur Páll Sigurðsson(’68)
3-0 Sigurður Egill Lárusson(’80)
3-1 Dagur Austmann Hilmarsson(’91)
3-2 Sævar Atli Magnússon(’92)
Þróttur sótti 3 stig í neðra Breiðholtið er þeir unnu 2-3 sigur gegn ÍR, Íringar komust snemma yfir en Bergvin Fannar Helgason var búinn að koma heimamönnum yfir á 8. mínútu, Sam Hewson jafnaði svo metin úr vítaspyrnu á 15. mínútu. Heimamenn komust aftur yfir en Axel Kári Vignisson kom ÍR yfir með marki á 45. mínútu.
Þróttarar sneru leiknum við í seinni hálfleik og var það Hreinn Ingi Örnólfsson sem jafnaði metin á 50. mínútu og innsiglaði svo Lárus Björnsson 2-3 sigur Þróttara.
ÍR 2 – 3 Þróttur R.
1-0 Bergvin Fannar Helgason (‘8)
1-1 Sam Hewson (’15)
2-1 Axel Kári Vignisson (’45)
2-2 Hreinn Ingi Örnólfsson (’50)
2-3 Lárus Björnsson (’86)