Hin 19 ára gamla, Sveindís Jane Jónsdóttir, sem skrifaði á dögunum undir fjögurra ára samning við Wolfsburg, eitt besta lið í Evrópu, er á lista UEFA yfir 10 knattspyrnukonur sem fólk ætti að fylgjast með árið 2021.
Sveindís mun spila með sænska liðinu Kristianstad á næsta tímabili á láni frá Wolfsburg. Elísabet Gunnarsdóttir er þjálfari Kristianstad sem endaði í 3. sæti sænsku deildarinnar á þessu tímabili og tryggði sér um leið þátttökurétt í Meistaradeild Evrópu í fyrsta skipti.
Sveindís er uppalin hjá Keflavík, hún hefur einnig spilað með Breiðablik þar sem hún varð á sínum tíma Íslandsmeistari. Þá spilaði hún sinn fyrsta landsleik í september síðastliðnum gegn Lettlandi þar sem hún skoraði tvö mörk.
Sveindís á að baki 97 meistaraflokksleiki á sínum ferli, hún hefur skorað 69 mörk í þeim leikjum. Þá á hún einnig að baki 5 A-landsleiki og hefur skorað tvö mörk.
As the new year begins, we profile ten young women’s players who could make a splash in 2021 – and catch up on how last year’s crop have fared. 👇👇👇https://t.co/Eqw7cvtU8e
— UEFA.com (@UEFAcom) January 3, 2021