fbpx
Þriðjudagur 29.apríl 2025
433Sport

Áhugafólk um knattspyrnu beðið um að fylgjast með Sveindísi árið 2021

Aron Guðmundsson
Sunnudaginn 3. janúar 2021 18:03

Sveindís Jane í leik með íslenska landsliðinu

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Hin 19 ára gamla, Sveindís Jane Jónsdóttir, sem skrifaði á dögunum undir fjögurra ára samning við Wolfsburg, eitt besta lið í Evrópu, er á lista UEFA yfir 10 knattspyrnukonur sem fólk ætti að fylgjast með árið 2021.

Sveindís mun spila með sænska liðinu Kristianstad á næsta tímabili á láni frá Wolfsburg. Elísabet Gunnarsdóttir er þjálfari Kristianstad sem endaði í 3. sæti sænsku deildarinnar á þessu tímabili og tryggði sér um leið þátttökurétt í Meistaradeild Evrópu í fyrsta skipti.

Sveindís er uppalin hjá Keflavík, hún hefur einnig spilað með Breiðablik þar sem hún varð á sínum tíma Íslandsmeistari. Þá spilaði hún sinn fyrsta landsleik í september síðastliðnum gegn Lettlandi þar sem hún skoraði tvö mörk.

Sveindís á að baki  97 meistaraflokksleiki á sínum ferli, hún hefur skorað 69 mörk í þeim leikjum. Þá á hún einnig að baki 5 A-landsleiki og hefur skorað tvö mörk.

Lista UEFA má sjá hér.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 8 klukkutímum

Nýliðarnir ræða við Onana

Nýliðarnir ræða við Onana
433Sport
Fyrir 9 klukkutímum

Sjáðu myndbandið: Létu Óla Val heyra það í kjölfar afar umdeilds atviks í gær

Sjáðu myndbandið: Létu Óla Val heyra það í kjölfar afar umdeilds atviks í gær
433Sport
Fyrir 11 klukkutímum

Rikki G tók tvo menn fyrir eftir atburðina fyrir norðan – „Tölum bara hreint út“

Rikki G tók tvo menn fyrir eftir atburðina fyrir norðan – „Tölum bara hreint út“
433Sport
Fyrir 12 klukkutímum

Nokkuð miklar líkur á að hann fari – Stóru seðlarnir heilla

Nokkuð miklar líkur á að hann fari – Stóru seðlarnir heilla
433Sport
Fyrir 16 klukkutímum

Myndi frekar mæta Rice og Rodri en leikmanni Chelsea

Myndi frekar mæta Rice og Rodri en leikmanni Chelsea
433Sport
Fyrir 17 klukkutímum

Arsenal sagt undirbúa stórt tilboð í leikmann Barcelona

Arsenal sagt undirbúa stórt tilboð í leikmann Barcelona
433Sport
Í gær

Brotnaði saman á pizzastað á Egilsstöðum – „Þarna var hjartað á milljón“

Brotnaði saman á pizzastað á Egilsstöðum – „Þarna var hjartað á milljón“
433Sport
Í gær

Verið stórkostlegur í vetur en hefði íhugað að fara til Sádi í fyrra

Verið stórkostlegur í vetur en hefði íhugað að fara til Sádi í fyrra