Ögmundur Kristinsson, markvörður Olympiacos, fékk tækifæri í byrjunarliði liðsins í 3-0 sigri gegn Panetolikos í gríska bikarnum í dag.
Ögmundur hefur fengið fá tækifæri með Olympiacos á tímabilinu en nýtti tækifæri sitt vel í dag.
Olympiacos komst yfir með marki frá Bruma á 20. mínútu.
Mörk frá Marios Vrousai og Pape Abou Cisse á 66. og 86. mínútu sáu síðan til þess að Olympiacos vann öruggan 3-0 sigur.
Sigurinn þýðir það að Olympiacos er komið áfram í næstu umferð gríska bikarsins.