fbpx
Laugardagur 19.apríl 2025
433Sport

Hvað gerir Kolbeinn Sigþórsson?

Hörður Snævar Jónsson
Miðvikudaginn 20. janúar 2021 08:37

Kolbeinn Sigþórsson. Mynd/Hanna

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Kolbeinn Sigþórsson, markahæsti leikmaður í sögu íslenska landsliðsins er án félags og óvissa ríkir um framtíð hans. Kolbeinn og AIK komust að samkomulagi um að rifta samningi hans við sænska félagið fyrir áramót.

Lítið hefur heyrst síðan þá og óvíst er hvaða skref þessi öflugi framherji tekur á ferli sínum, Kolbeinn er þrítugur og ætti að geta kreist fram nokkur góð ár á ferli sínum. Kolbeinn kom við sögu í 18 leikjum með AIK á síðustu leiktíð en mistókst að skora. Í heildina lék hann 35 deildarleiki fyrir sænska félagið og skoraði í þeim þrjú mörk.

Framherjinn knái hafði fyrir dvöl sína hjá AIK lítið sem ekkert spilað fótbolta í tæp þrjú ár, eftir Evrópumótið í Frakklandi árið 2016 glímdi Kolbeinn við mikið af meiðslum. Hann var síðan settur í frystikistuna hjá Nantes í Frakklandi og fékk ekkert að spila.

Hjá AIK tókst honum ekki að finna sitt besta form, framherjinn sem er alltaf líklegur til þess að skora fyrir íslenska landsliðið átti í vandræðum með að skora í Svíþjóð.

Samkvæmt heimildum 433.is er möguleiki á því að Kolbeinn fari til Tyrklands, lið í næst efstu deild þar í landi hafa sýnt honum áhuga.

Þá hafa lið á Íslandi sýnt því áhuga á að fá Kolbein heim. Þar á meðal uppeldisfélag hans, Víkingur. Það er talið ólíklegt að Kolbeinn hafi áhuga á því að spila hér á landi í bráð.

Íslenska landsliðið leikur þrjá leiki í undankeppni Heimsmeistaramótsins í mars, Kolbeinn þarf að koma sér í lið innan tíðar ætli hann sér að vera hluti af fyrsta hópnum sem Arnar Þór Viðarsson velur.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 15 klukkutímum

Biðst afsökunar eftir slæmt 5-1 tap í Evrópu – ,,Gerðum einfaldlega ekki nóg“

Biðst afsökunar eftir slæmt 5-1 tap í Evrópu – ,,Gerðum einfaldlega ekki nóg“
433Sport
Fyrir 16 klukkutímum

Bjarni rakst á Viðar Örn á Greifanum á dögunum – Sagðist hvorki skilja upp né niður í umræðunni

Bjarni rakst á Viðar Örn á Greifanum á dögunum – Sagðist hvorki skilja upp né niður í umræðunni
433Sport
Í gær

Þess vegna megi búast við algjörri sturlun í Liverpool í sumar

Þess vegna megi búast við algjörri sturlun í Liverpool í sumar
433Sport
Í gær

Fær miklu minni upphæð í leikmannakaup ef liðið kemst ekki í Meistaradeildina

Fær miklu minni upphæð í leikmannakaup ef liðið kemst ekki í Meistaradeildina