Þórdís Hrönn Sigfúsdóttir hefur skrifað undir tveggja ára samning við knattspyrnudeild Breiðabliks og snýr aftur heim í Kópavoginn þar sem hún byrjaði feril sinn í meistaraflokki. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Breiðablik í dag.
Þórdís Hrönn er fædd árið 1993 og hefur á ferlinum spilað 136 leiki í deild og bikar hér heima og skoraði í þeim 29 mörk með Blikum, Stjörnunni, Þór/KA og nú síðast KR. Þá hefur hún leikið með sænsku liðunum Älta og Kristianstad.
Þórdís Hrönn á að baki tvo leiki með A-landsliðinu, auk fjölda landsleikja með yngri landsliðum Íslands.
Breiðablik eru ríkjandi Íslandsmeistarar í kvennaflokki eftir að hafa unnið Pepsi-Max deild kvenna í fyrra. Liðið endaði með 42 stig eftir 15 leiki í deildinni.