Elías Rafn Ólafsson gerði sér lítið fyrir og varði víti í leik Midtjylland gegn Braga í Evrópudeildinni í kvöld.
Hann varði víti frá Rocardo Horta á 35. mínútu eftir að hafa sjálfur gerst brotlegur. Þetta var í stöðunni 0-1 fyrir Midtjylland Vörsluna má sjá hér.
Því miður fyrir Elías og félaga er Braga búið að snúa leiknum sér í hag og er 2-1 yfir þegar lítið er eftir.
Elías, sem er 21 árs gamall, hefur skotist fram á sjónarsviðið undanfarið með góðum frammistöðum fyrir danska stórliðið. Hann hefur varið mark liðsins í fjórum leikjum í dönsku Superligunni á þessari leiktíð.
Elías er í landsliðshópi Íslands fyrir komandi landsleiki gegn Armeníu og Lichtenstein. Leikirnir fara fram þann 8. -og 11. október næstkomandi.