Jesse Lingard var myndaður á æfingu þar sem hann var að kenna stórstjörnunni Cristiano Ronaldo fagnið sitt og hefur það vakið mikla lukku á samfélagsmiðlum.
Cristiano Ronaldo gekk til liðs við Manchester United undir lok sumars eins og frægt er orðið. Ronaldo þróaði sitt eigið fagn þegar hann lék með Real Madrid og þegar hann skorar hoppar hann og öskrar SIUUU með stuðningsmönnum sínum.
Jesse Lingard fagnar sínum mörkum með því að mynda upphafsstafi sína með fingrunum og reyndi hann að kenna Ronaldo þetta fagn á æfingu og samkvæmt Twitter síðu Lingard tókst það að lokum. Myndinni hefur verið deilt nokkuð oft á samfélagsmiðlinum Twitter og virðast menn hafa gaman að.
Everyone can use a helping hand…we got there in the end 😅🤝#Jlingz pic.twitter.com/LjvSGvehMK
— Jesse Lingard (@JesseLingard) September 28, 2021
"DREAM BIG KID" as he say 😉🙌
Jesse Lingard was seen teaching his celebration to Cristiano Ronaldo 🤟Ronaldo was in trouble 😅#cristianoronaldo #cristiano #ronaldo #lingard #footballcelebration pic.twitter.com/rTXP3rJTe7
— Offside Pitch (@offsidepitch_) September 28, 2021