fbpx
Miðvikudagur 22.janúar 2025
433Sport

Blikar nýttu sér undanþágu vegna fæðingarorlofs – Karen kemur frá Akureyri

Hörður Snævar Jónsson
Miðvikudaginn 29. september 2021 14:38

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Hin öfluga Karen María Sigurgeirsdóttir er gengin til liðs við Breiðablik Karen María er tvítug og kemur frá uppeldisfélagi sínu Þór/KA, þar sem hún hefur verið í stóru hlutverki síðustu ár. Hún spilaði alla deildarleiki liðsins á nýafstöðnu tímabili og skoraði fimm mörk. Karen María á að baki þrettán leiki með yngri landsliðum Íslands og var fyrr á árinu valin í æfingahóp A-landsliðsins. Karen María afar öflugur leikmaður og er án efa einn efnilegasti leikmaður landsins.

Samningur Karenar Maríu við Þór/KA átti að renna út þann 31.12.2021 og átti hún að ganga formlega til liðs við Breiðablik þegar næsti félagaskiptagluggi opnar. Samkvæmt reglum FIFA getur félag skráð leikmann utan félagaskiptaglugga til þess að leysa tímabundið af leikmann sem er í fæðingarorlofi. Um er að ræða Rakeli Hönnudóttir sem er í orlofi.

Breiðablik nýtti sér þetta ákvæði til þess að fá leikheimild fyrir Karen Maríu strax og verður hún því lögleg með Breiðablik í Meistaradeild Evrópu sem hefst n.k. miðvikudag þann 6.október með stórleik Breiðabliks og Paris Saint-Germain.

„Ljóst er að Breiðablik hefði ekki getað fengið leikheimild fyrir Karen Maríu í Meistaradeildinni nema með góðu samstarfi við Þór/KA. Við Blikar þökkum Þór/KA kærlega fyrir fagleg vinnubrögð og velvilja í okkar garð. Akureyringar geta fylgst stoltir með sínum fulltrúa á stóra sviðinu í vetur enda kemur Karen María úr gríðarlega öflugu starfi Þórs/KA,“ segir á vef Blika.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 15 klukkutímum

Hákon Arnar byrjar á Anfield

Hákon Arnar byrjar á Anfield
433Sport
Fyrir 15 klukkutímum

Áhrifavaldurinn heimsfrægi fór langt yfir strikið í beinni útsendingu: Minnti hann á frægt framhjáhald – ,,Börnin mín líta upp til hans“

Áhrifavaldurinn heimsfrægi fór langt yfir strikið í beinni útsendingu: Minnti hann á frægt framhjáhald – ,,Börnin mín líta upp til hans“
433Sport
Fyrir 17 klukkutímum

Er 15 ára gamall en vonast til að spila á HM á næsta ári

Er 15 ára gamall en vonast til að spila á HM á næsta ári
433Sport
Fyrir 20 klukkutímum

Amorim trylltist af reiði – Eyðilagði sjónvarp

Amorim trylltist af reiði – Eyðilagði sjónvarp
433Sport
Fyrir 20 klukkutímum

Parið setti sér þessa reglu í svefnherberginu – Ef þau brutu hana gerðu þau þetta

Parið setti sér þessa reglu í svefnherberginu – Ef þau brutu hana gerðu þau þetta
433Sport
Fyrir 22 klukkutímum

Vlahovic orðaður við England

Vlahovic orðaður við England
433Sport
Í gær

Greenwood að endurnýja kynnin við gamlan liðsfélaga?

Greenwood að endurnýja kynnin við gamlan liðsfélaga?
433Sport
Í gær

Meistararnir að fá annað ungstirni

Meistararnir að fá annað ungstirni