Einn vinsælasti sparkspekingur landsins síðustu ár, Kristján Óli Sigurðsson hefur látið af störfum sem sérfræðingur í Dr. Footblal hlaðvarpinu.
Þetta kemur fram bæði í færslu hans á Twitter í gærkvöld og færslu sem Hjörvar Hafliðason stjórnandi Dr. Football setti á Facebook síðu þáttarins.
End of an era. Ég kveð @drfootballpod eftir rúmlega 3 frábær ár. Takk fyrir mig. Heyrumst fljótlega. 🙏🏽
— Kristján Óli Sigurðsson (@kristjanoli) September 27, 2021
Í færslunni á Facebook síðu Dr. Football skrifar Hjörvar. „Smá breytingar hjá okkur. Fjölmiðlasamsteypan Sýn hefur stofnað einhvers konar hlaðvarpsveitu í áskrift. Eftir fjórar frábærar leiktíðir hjá Dr. Football hefur Stjáni ákveðið að fara yfir á Sýn. Þetta er spennandi verkefni fyrir hann,“ skrifar Hjörvar og staðfestir þar félagaskipti Höfðingjans úr Kópavogi yfir á Suðurlandsbraut.
„Þetta er ekki fyrsti sérfræðingurinn sem Hjörvari tekst að ala upp. „Dr. Football er eins og Atletico Madrid. Selur sína bestu leikmenn á metfé en sækir svo nýjar hetjur. Ef þú ert með talent sem þú telur að eigi heima í eftirlætis hlaðvarpi þjóðar þá endilega láttu mig vita.“
„Um leið og ég þakka Höfðingjanum fyrir frábær störf þá vil ég minna á þáttinn á morgun (Í dag),“ skrifar Hjörvar