Knattspyrnuspekingurinn Jamie Carragher var stórorður um miðju Tottenham í þættinum Monday Night Football eftir 3-1 tap liðsins gegn Arsenal á sunnudag.
Spurs var 3-0 undir eftir 34 mínútna leik á heimavelli Arsenal. Nuno Espiritio Santo kippti Dele Alli og Japhet Tanganga af velli í hálfleik og sagði eftir leikinn: „Ég ætla ekki að nefna þá leikmenn á nafn sem að fylgdu ekki fyrirmælum en leikskipulagið var ekki rétt samkvæmt leikmönnunum á vellinum.“
Carragher var hins vegar á því að sökin lægi hjá Nuno og sagði að hann hefði aldrei séð neitt líkt miðju Tottenham í leiknum.
„Ég hef verið í þessum þætti í átta ár. Þegar ég sé frammistöður á borð við þessar horfi ég fyrst og fremst á leikmennina, eins og núna. Ég held að þjálfarar fái oft á sig of mikla gagnrýni, og oft er þetta undir leikmönnunum komið,“ sagði Carragher.
„Það er ein mínúta liðin af leiknum: Dele Alli, Ndombele og Hojbjerg are miðjumennirnir, en þeir eru ekki í stöðu miðjumanna. Eina ástæðan til að standa þarna (svnao langt frá boltanum og miðjunni), er ef þjálfarinn hefur sagt þér að gera það. Þeir vildu senda hann fram, en á hvern? Jafnvel þó að maður vinni boltann, þarf maður að hafa einhvern fyrir aftan sig til að vinna seinni boltana, en Dele Alli var í sömu línu og Harry Kane!
Þegar maður horfir á plássið í miðjunni… Ég held ég hafi aldrei séð neitt þessu líkt á ævinni!
Hvar viltu hafa þá? Örugglega ekki þarna. Það er minna pláss á tunglinu en það sem maður sér í miðjunni hjá Tottenham. Þetta er í raun ótrúlegt. Þjálfarinn hlýtur að hafa sagt þeim hvar þeir ættu að vera staðsettir: Þetta er fyrir fyrsta markið. Það var alltaf að fara að koma.“