fbpx
Sunnudagur 02.mars 2025
433Sport

Atli Sveinn tekur við Haukum

Helgi Fannar Sigurðsson
Sunnudaginn 26. september 2021 18:48

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Atli Sveinn Þórarinsson hefur verið ráðinn nýr þjálfari Hauka í 2. deild karla. Hann skrifar undir tveggja ára samning.

Atli stýrði Fylki ásamt Ólafi Stígssyni síðustu tvö tímabil. Þeir voru látnir fara þaðan fyrir nokkrum vikum. Atli þjálfaði áður Davík/Reyni í 3. deild, 2. flokk karla hjá KA auk þess að þjálfa yngri flokka hjá Stjörnunni.

Igor Bjarni Kostic hefur þjálfað Hauka undanfarin tvö tímabil. Hann hætti á dögunum.

,,Við bindum miklar vonir við Atla og höfum trú á að hann sé rétti maðurinn í að stýra liðinu aftur upp í Lengjudeildina. Að sama skapi ætlum við að styrkja hópinn enn frekar. Þá vil ég nota tækifærið og þakka Igor fyrir vel unnin störf fyrir knattspyrnudeild Hauka þar sem hann leiddi m.a. innleiðingu á nýrri námsskrá, hafði umsjón með afreksskóla deildinnar og stuðlaði að faglegra starfi knattspyrnudeildar í samstarfi við aðra þjálfara – það er vinna sem mun nýtast áfram,“ segir Halldór Jón Garðarsson, formaður knattspyrnudeildar Hauka, um ráðninguna.

Haukar höfnuðu í níunda sæti 2. deildar í sumar. Á tímablinu í fyrra hafnaði liðið í fjórða sæti sömu deildar.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 8 klukkutímum

Stjórinn staðfestir að hann hafi lítil sem engin völd þegar kemur að leikmannamálum

Stjórinn staðfestir að hann hafi lítil sem engin völd þegar kemur að leikmannamálum
433Sport
Fyrir 9 klukkutímum

Eva birti færslu sem vakti heimsathygli: Komu illa fram við 17 ára stúlku – ,,Annað en mennirnir þá eru konurnar lagðar í einelti“

Eva birti færslu sem vakti heimsathygli: Komu illa fram við 17 ára stúlku – ,,Annað en mennirnir þá eru konurnar lagðar í einelti“
433Sport
Fyrir 12 klukkutímum

Salah fékk góð ráð frá Wenger

Salah fékk góð ráð frá Wenger
433Sport
Fyrir 12 klukkutímum

Frændi Gabriel skrifar undir hjá Chelsea

Frændi Gabriel skrifar undir hjá Chelsea
433Sport
Í gær

Arsenal seldi óþekktu markavélina á fjórar milljónir – Þrjár þrennur í sjö leikjum

Arsenal seldi óþekktu markavélina á fjórar milljónir – Þrjár þrennur í sjö leikjum
433Sport
Í gær

Byrjar með sinn eigin hlaðvarpsþátt – Sprengja strax í fyrsta þætti

Byrjar með sinn eigin hlaðvarpsþátt – Sprengja strax í fyrsta þætti
433Sport
Í gær

Benoný með frábæra innkomu og tryggði sigurinn með tvennu

Benoný með frábæra innkomu og tryggði sigurinn með tvennu
433Sport
Í gær

Amorim ekki viss um að Antony sé með líkamlega getu til að spila á Englandi – ,,Það er mikið sem spilar inn í“

Amorim ekki viss um að Antony sé með líkamlega getu til að spila á Englandi – ,,Það er mikið sem spilar inn í“