Kristján Óli Sigurðsson, sérfræðingur í hlaðvarpsþættinum Dr. Football, valdi í þætti dagsins þá fimm leikmenn sem hafa komið honum skemmtilega á óvart í Pepsi Max-deild karla í sumar.
Hér fyrir neðan má sjá listann ásamt stuttri umsögn Kristjáns um hvern leikmann fyrir sig.
5. Orri Hrafn Kjartansson – Fylkir
,,Í betra liði þá er þetta alvöru gæi, það er klárt mál.“
4. Jason Daði Svanþórsson – Breiðablik
,,Hvernig hann pressar og annað, það er til eftirbreytni. Úr neðri hluta Lengjudeildar og í titilbaráttu.“
3. Sævar Atli Magnússon – Leiknir R. (Nú í Lyngby)
,,Ég vissi að hann væri góður en ég vissi ekki að hann væri svona ógeðslega góður. Enda sjáum við Leiknisliðið, hann skoraði 9 af 18.“
2. Júlíus Magnússon – Víkingur R.
,,Mér finnst hann hafa stigið upp, loksins. Ég held að hann hafi líka notið góðs af því að fá Pablo (Punyed) inn á miðjuna.“
1. Steinþór Már Auðunsson (Stubbur) – KA
,,Hann var í Magna og Dalvík til skiptis, eitthvað svona. Jajalo meiðist fyrir mót, Stubburinn fer bara í markið og er kominn með Evrópudraum fyrir Akureyringa. Svo er hann líka með góðan fót. Hann getur sett 60 metra kúlur á Hallgrím eða Ásgeir.“