Keflavík er komið í undanúrslit Mjólkurbikars karla eftir sigur á HK á útivelli í 8-liða úrslitum í kvöld.
Leikurinn var mjög fjörugur. Joey Gibbs kom Keflavík í 0-2 með mörkum með stuttu millibili. Hann kom þeim yfir á 13. mínútu og skoraði annað markið á 17. mínútu.
Stutt síðar minnkaði Birnir Snær Ingason muninn fyrir HK með marki af vítapunktinum.
Eftir rúman hálftíma leik hafði Gibbs fullkomnað þrennu sína. Stuttu síðar minnkaði Stefan Alexander Ljubicic muninn að nýju. Staðan í hálfleik var 2-3.
Ástbörn Þórðarson kom Keflavík í 2-4 eftir klukkutíma leik.
Stefan Alexander hélt HK á lífi með því að minnka muninn á 85. mínútu. Í blálokin innsiglaði Ari Stein Guðmundsson hins vegar 3-5 sigur Keflvíkinga.
Fylkir-Víkingur R.
Fylkir og Víkingur eigast við í þessum töluðu orðum. Sá leikur er einnig hluti af 8-liða úrslitunum.
Markalaust var eftir venjulegan leiktíma en Víkingar eru nú komnir yfir þegar líður að hálfleik í framlengingu.