Skot Cristiano Ronaldo í upphitun fyrir leik Manchester United gegn Young Boys hafnaði í öryggisverði og rotaði hana. Atvikið átti sér stað í gær fyrir leik liðanna í Meistaradeildinni.
Konan lá óvíg eftir í kjölfar atviksins. Ronaldo og fleiri fóru strax að henni til að athuga hvort ekki væri í lagi.
Þegar Portúgalinn sá að konan var að braggast sneri hann aftur til upphitunar. Ronaldo skoraði í óvæntu 2-1 tapi United.
Þegar konan hafði jafnað sig kom starfsmaður Manchester United með treyju frá Ronaldo sem hann vildi færa henni að gjöf.
Ronaldo hefur skorað þrjú mörk í fyrstu tveimur leikjum sínum eftir að hann gekk aftur í raðir United.