fbpx
Fimmtudagur 03.apríl 2025
433Sport

Reynsluboltar sagðir íhuga að leggja landsliðsskóna á hilluna vegna afskipta stjórnar KSÍ

Kristján Kristjánsson
Mánudaginn 13. september 2021 06:45

Reynsluboltar eru sagðir íhuga að leggja landsliðsskóna á hilluna. Mynd: Eyþór Árnason

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Ef til þess kemur að stjórn Knattspyrnusambands Íslands, KSÍ, skipti sér frekar af landsliðshópnum gæti svo farið að reynslumestu leikmenn karlalandsliðsins leggi landsliðsskóna á hilluna.

Morgunblaðið skýrir frá þessu og segist hafa heimildir fyrir þessu. Eins og kunnugt er var Kolbeinn Sigþórsson valinn í landsliðshópinn fyrir síðasta leikjaglugga þar sem leikið var við Rúmeníu, Norður-Makedóníu og Þýskaland. Stjórn KSÍ bannaði honum hins vegar að taka þátt í leikjunum eftir að fjölmiðlar fóru að fjalla um meint ofbeldisbrot hans gegn tveimur stúlkum á skemmtistað í Reykjavík fyrir fjórum árum.

Morgunblaðið segist hafa heimildir fyrir að mikillar óánægju hafi gætt innan landsliðshópsins með þessa ákvörðun stjórnarinnar.

Auk umræðu um málefni Kolbeins þá hafa tveir landsliðsmenn verið sakaðir um nauðgun í umræðum á samfélagsmiðlum en þeir hafa ekki verið nafngreindir. Þetta á að hafa átt sér stað 2010. Umræddir leikmenn voru ekki í landsliðshópnum síðast en Morgunblaðið segir líklegt að Arnar Þór Viðarsson, þjálfari, vilji velja að minnsta kosti annan þeirra í hópinn fyrir leikina gegn Armeníu og Liechtenstein sem fara fram í Reykjavík í október.

Stjórn KSÍ sagði af sér eftir að sambandið hafði verið sakað um þöggun og meðvirkni með meintum gerendum. Boðað hefur verið til aukaþings þann 2. október þar sem ný stjórn verður kjörin en tæpri viku síðar leikur Ísland gegn Armeníu.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 13 klukkutímum

Óskar Hrafn í ítarlegu viðtali – „Það upplifi ég í okkar klefa á hverjum degi“

Óskar Hrafn í ítarlegu viðtali – „Það upplifi ég í okkar klefa á hverjum degi“
433Sport
Fyrir 14 klukkutímum

Aðeins 5 prósent eru eingöngu fótboltamenn

Aðeins 5 prósent eru eingöngu fótboltamenn
433Sport
Fyrir 17 klukkutímum

Bað menn um að „fela typpið“ þegar Michael Jackson kom í heimsókn

Bað menn um að „fela typpið“ þegar Michael Jackson kom í heimsókn
433Sport
Fyrir 17 klukkutímum

Spá fyrir Bestu deildina – 12. sæti: „Það er mikið um breytingar“

Spá fyrir Bestu deildina – 12. sæti: „Það er mikið um breytingar“
433Sport
Fyrir 22 klukkutímum

Ekkja hins látna varpar nýju ljósi á andlátið

Ekkja hins látna varpar nýju ljósi á andlátið
433Sport
Í gær

Horfa til Jesus og Ancelotti

Horfa til Jesus og Ancelotti
433Sport
Í gær

Segir að De Zerbi sé búinn að missa traust Greenwood – ,,Þetta er ekki að virka“

Segir að De Zerbi sé búinn að missa traust Greenwood – ,,Þetta er ekki að virka“
433Sport
Í gær

Vilja meina að hún hafi farið í misheppnaða lýtaaðgerð – Sjáðu myndina

Vilja meina að hún hafi farið í misheppnaða lýtaaðgerð – Sjáðu myndina