fbpx
Miðvikudagur 18.desember 2024
433Sport

Pepsi Max deild karla: Blikar unnu toppslaginn – Valsverjum tekst ekki að endurheimta titilinn

Ísak Gabríel Regal
Laugardaginn 11. september 2021 22:15

Úr leik hjá Breiðabliki / GettyImages

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Breiðablik tók á móti Val í sannkölluðum toppslag í efstu deild karla í fótbolta í kvöld. Leikið var á Kópavogsvelli.

Það var nokkuð jafnt með liðunum framan af og markalaust í hálfleik.

Blikar fengu svo víti á 61. mínútu eftir mikið klúður í varnarleik Valsverja og Árni Vilhjálmsson fór á punktinn og skoraði örugglega fram hjá Hannesi í markinu.

Blikar voru mikið sterkari aðilinn eftir að hafa komist í forystu og bættu við öðru marki tíu mínútum síðar þegar að Kristinn Steindórsson skoraði eftir góðan undirbúning frá Jasoni Daða.

Árni Vilhjálmsson kórónaði frábæra frammistöðu Breiðablik með öðru marki sínu í leiknum og þriðja marki Blika þegar að fjórar mínútur voru eftir af venjulegum leiktíma. Þar við sat og lokatölur 3-0.

Breiðablik situr nú á toppi deildarinnar með 44 stig þegar að tvær umferðir eru eftir. Víkingar eru í 2. sæti með 42 stig og KR í því 3. með 38 stig.

Ljóst er að Valsverjum tekst ekki að endurheimta titilinn í ár en liðið er í 5. sæti með 36 stig.

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Pútín niðurlægður

Nýlegt

433Sport
Fyrir 7 klukkutímum

Fundur á dagskrá – Gæti farið frá United eftir aðeins nokkra mánuði hjá félaginu

Fundur á dagskrá – Gæti farið frá United eftir aðeins nokkra mánuði hjá félaginu
433Sport
Fyrir 7 klukkutímum

Dybala gæti leyst af Icardi

Dybala gæti leyst af Icardi
433Sport
Fyrir 16 klukkutímum
Miðasala á EM hafin
433Sport
Fyrir 17 klukkutímum

Margir tjá sig um brottrekstur Freys – „Verst að það er ekki hægt að reka þessa glötuðu leikmenn“

Margir tjá sig um brottrekstur Freys – „Verst að það er ekki hægt að reka þessa glötuðu leikmenn“
433Sport
Fyrir 18 klukkutímum

Piers Morgan hneykslaður á ummælum Arteta

Piers Morgan hneykslaður á ummælum Arteta
433Sport
Fyrir 19 klukkutímum

Ólga á meðal Hafnfirðinga og Davíð Þór tjáir sig – „Okkur finnst ansi harkalega að okkur vegið“

Ólga á meðal Hafnfirðinga og Davíð Þór tjáir sig – „Okkur finnst ansi harkalega að okkur vegið“
433Sport
Í gær

Arftaki Partey hjá Arsenal?

Arftaki Partey hjá Arsenal?
433Sport
Í gær

Hafnarfjarðarbær sendir langt erindi til FH og krefst svara – „Þessi ákvörðun er tekin án samþykkis“

Hafnarfjarðarbær sendir langt erindi til FH og krefst svara – „Þessi ákvörðun er tekin án samþykkis“
433Sport
Í gær

Sagður hafa fallið á lyfjaprófi og gæti verið á leið í langt bann

Sagður hafa fallið á lyfjaprófi og gæti verið á leið í langt bann
433Sport
Í gær

Sævar fær meiri ást eftir því sem árin líða – „Fólk sér mig mjög mikið, ég hjóla alltaf á æfingar“

Sævar fær meiri ást eftir því sem árin líða – „Fólk sér mig mjög mikið, ég hjóla alltaf á æfingar“