Ísland fékk skell gegn Þýskalandi í undankeppni HM í kvöld en liðið er með fjögur stig eftir sex leiki og draumurinn um HM í Katar er úr sögunni.
Serge Gnabry kom Þýskalandi yfir eftir fimm mínútna leik og tæpum tuttugu mínútum síðar kom Antonio Rudiger gestunum í 0-2.
Leroy Sane bætti við þriðja markinu í síðari hálfleik og Timo Werner undir lok leiks. Niðurstaðan 0-4 tap.
Fyrir leik boðuðu Öfgar og Bleiki Fíllinn til samstöðufundar, fámennt var á viðburðunum en þar virðast þó hafa verið nokkur læti miðað við Twitter.
Þetta hafði þjóðin að segja fyrir og á meðan leik stóð.
Eg henti bara bandinu á Werner í 1.umferð í Fantasy. Maður ætti í raun ekki að ganga laus um göturnar.
— Rikki G (@RikkiGje) September 8, 2021
Veit þið eruð öll búin að bíða eftir minni skoðun en þetta VAR dæmi er ekkert eðlilega ósexý.
— Katrín Atladóttir (@katrinat) September 8, 2021
Ákkúrat núna er Þjóðverjar aðeins betri en við Íslendingar í fótbolta #islger #fotbolti
— Ómar Stefánsson (@OmarStef) September 8, 2021
Það var bara tímaspursmál hvenær fjórða markið kæmi, og það kom á 89. mínútu. Timo Werner eftir frábært spil Þjóðverja. pic.twitter.com/CLmAbC5WHF
— RÚV Íþróttir (@ruvithrottir) September 8, 2021
Mikið er þetta VAR kerfi á Laugardalsvelli tímafrekt. Fer hálfur leikurinn í að skoða fullkomnlega lögleg mörk af óþörfu.
— Þorkell Gunnar Sigurbjörnsson (@thorkellg) September 8, 2021
Mér sýnist ISL vera GER-sigrað í kvöld.#fótbolti#ISLGER
— Golli – Kjartan Þorbjörnsson (@gollmundur) September 8, 2021
Það eru breyttir tímar hjá íslenska landsliðinu í fótbolta. Við verðum að gefa þessu tíma. Dæmum ekki eftir þessa þrjá leiki. Reynum að rýna til gagns. Afar mikilvægt.Eina.
— Guðjón Guðmundsson (@gaupinn) September 8, 2021
BIG Willum mætir í Tuborgturninn í kvöld. Það getur ekki klikkað.
— Kristján Óli Sigurðsson (@kristjanoli) September 8, 2021
ÁFRAM ÍSLAND frá okkur! Lothar Matthaus er í stuði! #fotboltinethttps://t.co/DT4mBMuH3n
— Friðgeir Bergsteinss (@fridgeirb85) September 8, 2021
Erum Timo Werner frá því að vera 6 mörkum undir
— Davíð Guðrúnarson (@DaviBirgisson) September 8, 2021
Stöngin út í dag en það er bara næsti leikur. Áfram Ísland. #ibliduogstridu
— Ágúst Þór Ágústsson (@grassi20) September 8, 2021
Sane með ágætis finish svosem
— Sigurđur Gìsli (@SigurdurGisli) September 8, 2021
Það kom eldri kona bara til að vera með kjaft og var ógnandi við meðlimi @ofgarofgar. Þessi kona kom ekki til að hlusta heldur til að garga.
Hún er það sem kommentakerfið er. Ógnandi vörður feðraveldis. Feðraveldis sem þjónar henni ekki, og hefur aldrei gert. https://t.co/oHJqtqd86q
— 🇵🇸 Tinna, öfgafemínisti 💥 (@tinnaharalds) September 8, 2021
— Lucas Arnold (@FotboltiLucas) September 8, 2021
Frábær tilþrif hjá Jóhanni Berg sem neglir í stöngina, en mark Alberts dæmt af vegna rangstöðu. pic.twitter.com/7iVqUF2TX9
— RÚV Íþróttir (@ruvithrottir) September 8, 2021
Talnaglöggir sjá að ég hef heimilað miklu hærra hlutfalli af þjóðinni að mæta á völlinn en önnur lönd gera. Það að heilt % landsmanna sé á vellinum í miðjum heimsfaraldri drepsóttar er líklega heimsmet🥇 https://t.co/YWhcy3kQTa
— Sóttólfur 👨🔬 (@sottolfur) September 8, 2021
Ísl -Þýs 0-0 06.09.03 er einn eftirminnilegasti landsleikurinn minn, þetta var eina skiptið sem ég og Krissi bróðir vorum saman í hóp, hann að koma inn í fyrsta skipti og svo átti eftir að koma á daginn að þetta var minn síðasti leikur fyrir Ísland. Vaktaskipti hjá okkur bræðrum
— Lárus Sigurðsson (@larussig) September 8, 2021
Afsakið fótbolta tístið en myndi það gera útaf við lýsendur fótboltaleikja að kynna sér hvernig nöfn erlendra leikmanna eru borin fram? Má til með að benda þeim á vef eins og https://t.co/0ZO4FE4dyK þar sem hægt er að heyra framburð nafna lang flestra leikmanna. #fótbolti
— 𝕰𝖌𝖎𝖑𝖑 𝕳𝖆𝖗𝖉𝖆𝖗 (@egillhardar) September 8, 2021
Sonur minn sem á þýska búninginn merktan Gnabry er ekkert eðlilega smug núna. Svo fínt að geta haldið með báðum liðum stundum.
— Katrín Atladóttir (@katrinat) September 8, 2021
Birkir Már fór aðra leið en hinir í 100 landsleiki, 55% leikja eftir þrítugt #fotboltinet pic.twitter.com/YG7rW0NElk
— Haukur Hilmarsson (@haukur11) September 8, 2021
💯caps for ⚽️🇮🇸
Birkir Már Sævarsson
👏👏👏 pic.twitter.com/QFeyIe7wh8— Knattspyrnusambandið (@footballiceland) September 8, 2021
Skil ekki hann Arnar Viðarsson hvað er hann að spá. HVAR ER GUDJOHNSEN. Tok hann ekki langan tima að skora seinast. Þvílíka bullið #fotboltinet
— Guðfinnur Þormar Ásgeirsson (@gu_ormar) September 8, 2021
Héldum lengur út en síðast.
— Ingvi Þór Sæmundsson (@ingvithors) September 8, 2021