Ísland fékk skell gegn Þýskalandi í undankeppni HM í kvöld en liðið er með fjögur stig eftir sex leiki og draumurinn um HM í Katar er úr sögunni.
Serge Gnabry kom Þýskalandi yfir eftir fimm mínútna leik og tæpum tuttugu mínútum síðar kom Antonio Rudiger gestunum í 0-2.
Leroy Sane bætti við þriðja markinu í síðari hálfleik og Timo Werner undir lok leiks. Niðurstaðan 0-4 tap.
Einkunnir 433.is frá leiknum eru hér að neðan.
Byrjunarlið Íslands:
Hannes Þór Halldórsson – 4
Hefði getað gert betur í þriðja markinu og svo sérstaklega í fjórða markinu þegar laust skot Timo Werner rataði inn.
Birkir Már Sævarsson – 4
Í stökum vandræðum með snögga kantmenn Þýskalands
Brynjar Ingi Bjarnason 4
Virkaði stressaður og gerði sig sekan um of mörg mistök.
Jón Guðni Fjóluson 5
Komst þokkalega frá sínu í hjarta varnarinnar.
Ari Freyr Skúlason 4
Í vandræðum stóran hluta leiksins
Jóhann Berg Guðmundsson (´71) 5
Góðu hlutirnir í síðari hálfleik gerðust í kringum Jóa, hefði mátt taka skotið með hægri í fyrri hálfleik.
Guðlaugur Victor Pálsson 4
Stundum of villtur til að halda miðsvæðinu gegn sterku þýsku liði.
Birkir Bjarnason 5 – Maður leiksins
Fínustu kaflar hjá Birki í þessum leik
Ísak Bergmann Jóhannesson (´71) 4
Sóknarlega ágætur en varnarvinnan og staðsetningar ábótavant.
Þórir Jóhann Helgason 4
Komst ekki mikið í takt við leikinn.
Albert Guðmundsson (´80) 5
Ágætis kaflar en oft ansi einmana að berjast.
Varamenn:
Arnór Sigurðsson (´71)
Spilaði of lítið til að fá einnkunn
Jón Dagur Þorsteinsson (´71)
Spilaði of lítið til að fá einkunn
Andri Lucas Guðjohnsen (´80)
Spilaði of lítið til að fá einkunn