Rúnar Alex Rúnarsson markvörður Arsenal fer frá félaginu í dag og verður lánaður til OH Leuven í úrvalsdeildinni í Belgíu. The Athletic segir frá.
Rúnar Alex gekk í raðir Arsenal fyrir ári síðan en í sumar hefur verið ljóst að hann gæti farið frá félaginu.
Rúnar Alex er mættur til Íslands í verkefni með íslenska landsliðinu en mun nota hluta af deginum til að skrifa undir við OH Leuven.
Rúnar er ekki ókunnugur málum í Belgíu en þar bjó hann lengi á meðan faðir hans Rúnar Kristinsson lék með Lokeren.
Rúnar lék áður með Nordsjælland og Dijon í atvinnumennsku áður en hann gekk í raðir Arsenal fyrir ári síðan.
🚨 OH Leuven close to completing loan signing of Arsenal GK Alex Runarsson. Down to paperwork on a deal broken by @mcgrathmike. 26yo Iceland international contracted at #AFC until 2024. Belgian side Leuven the sister club of Leicester @TheAthleticUK #LCFC https://t.co/4GLPbEoYp0
— David Ornstein (@David_Ornstein) August 31, 2021