Tveimur leikjum var að ljúka í Lengjudeild karla rétt í þessu. Kórdrengir sigruðu Víking Ólafsvík örugglega og Afturelding gerði jafntefli við Vestra.
Kórdrengir tóku á móti Víkingi Ólafsvík á Domusnova vellinum í Lengjudeild karla.
Kórdrengir voru miklu betra liðið í dag og kom Leonard Sigurðsson þeim yfir strax á 7. mínútu. Gunnlaugur Fannar Guðmundsson tvöfaldaði forystuna þegar stundarfjórðungur var liðinn af leiknum.
Magnús Andri Ólafsson skoraði þriðja markið og Axel Freyr Harðarson það fjórða í uppbótartíma og gulltryggði sigur Kórdrengja.
Kórdrengir eru í þriðja sæti með 37 stig. Víkingur Ó er í neðsta sæti deildarinnar með 5 stig.
Kórdrengir 4 – 0 Víkingur Ó
1-0 Leonard Sigurðsson (´7)
2-0 Gunnlaugur Fannar Guðmundsson (´15)
3-0 Magnús Andri Ólafsson (´83)
4-0 Axel Freyr Harðarson (´92)
Afturelding tók á móti Vestra í skemmtilegum leik í Lengjudeild karla.
Pétur Bjarnason kom Vestra yfir eftir tæplega hálftíma leik en Arnór Gauti Ragnarsson jafnaði aðein tveimur mínútum síðar. Kári Steinn Hlífarsson kom heimamönnum yfir á 65. mínútu en Pétur Bjarnason var aftur á ferðinni fyrir Vestra undir lok leiks og jafnaði leikinn. 2-2 jafntefli því niðurstaðan í dag.
Vestri er í 6. sæti með 29 stig en Afturelding í 8. sæti með 22 stig.
Afturelding 2 – 2 Vestri
0-1 Pétur Bjarnason (´29)
1-1 Arnór Gauti Ragnarsson (´31)
2-1 Kári Steinn Hlífarsson (´65)
2-2 Pétur Bjarnason (´83)