fbpx
Þriðjudagur 04.febrúar 2025
433Sport

Lengjudeild karla: Þægilegt fyrir Kórdrengi – Vestri gerði jafntefli

Helga Jónsdóttir
Þriðjudaginn 31. ágúst 2021 20:04

Mynd: Kórdrengir

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Tveimur leikjum var að ljúka í Lengjudeild karla rétt í þessu. Kórdrengir sigruðu Víking Ólafsvík örugglega og Afturelding gerði jafntefli við Vestra.

Kórdrengir tóku á móti Víkingi Ólafsvík á Domusnova vellinum í Lengjudeild karla.

Kórdrengir voru miklu betra liðið í dag og kom Leonard Sigurðsson þeim yfir strax á 7. mínútu. Gunnlaugur Fannar Guðmundsson tvöfaldaði forystuna þegar stundarfjórðungur var liðinn af leiknum.

Magnús Andri Ólafsson skoraði þriðja markið og Axel Freyr Harðarson það fjórða í uppbótartíma og gulltryggði sigur Kórdrengja.

Kórdrengir eru í þriðja sæti með 37 stig. Víkingur Ó er í neðsta sæti deildarinnar með 5 stig.

Kórdrengir 4 – 0 Víkingur Ó
1-0 Leonard Sigurðsson (´7)
2-0 Gunnlaugur Fannar Guðmundsson (´15)
3-0 Magnús Andri Ólafsson (´83)
4-0 Axel Freyr Harðarson (´92)

Afturelding tók á móti Vestra í skemmtilegum leik í Lengjudeild karla.

Pétur Bjarnason kom Vestra yfir eftir tæplega hálftíma leik en Arnór Gauti Ragnarsson jafnaði aðein tveimur mínútum síðar. Kári Steinn Hlífarsson kom heimamönnum yfir á 65. mínútu en Pétur Bjarnason var aftur á ferðinni fyrir Vestra undir lok leiks og jafnaði leikinn. 2-2 jafntefli því niðurstaðan í dag.

Vestri er í 6. sæti með 29 stig en Afturelding í 8. sæti með 22 stig.

Afturelding 2 – 2 Vestri
0-1 Pétur Bjarnason (´29)
1-1 Arnór Gauti Ragnarsson (´31)
2-1 Kári Steinn Hlífarsson (´65)
2-2 Pétur Bjarnason (´83)

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 7 klukkutímum

Svona væri staðan á Englandi ef VAR væri ekki – Arsenal væri í toppsætinu

Svona væri staðan á Englandi ef VAR væri ekki – Arsenal væri í toppsætinu
433Sport
Fyrir 7 klukkutímum

Ronaldo með sleggjur í nýju viðtali – Ræðir um ömurlega þjálfara á ferlinum og fer yfir hver er bestur í sögunni

Ronaldo með sleggjur í nýju viðtali – Ræðir um ömurlega þjálfara á ferlinum og fer yfir hver er bestur í sögunni
433Sport
Fyrir 10 klukkutímum

Enska pressan vekur athygli á ískaldri kveðju sem unnusti Sveindísar Jane fékk í gærkvöldi

Enska pressan vekur athygli á ískaldri kveðju sem unnusti Sveindísar Jane fékk í gærkvöldi
433Sport
Fyrir 10 klukkutímum

Stuðningsmenn Arsenal trylltir – Gátu fengið Watkins og vissu hvað þyrfti að borga

Stuðningsmenn Arsenal trylltir – Gátu fengið Watkins og vissu hvað þyrfti að borga
433Sport
Fyrir 12 klukkutímum

Birti mynd sem sýnir nákvæmlega hversu oft þau stunduðu kynlíf í fyrra – Ummæli hennar sem fylgja vekja mikla athygli

Birti mynd sem sýnir nákvæmlega hversu oft þau stunduðu kynlíf í fyrra – Ummæli hennar sem fylgja vekja mikla athygli
433Sport
Fyrir 21 klukkutímum
Holding skiptir um félag
433Sport
Fyrir 21 klukkutímum

Willian að snúa aftur

Willian að snúa aftur
433Sport
Fyrir 21 klukkutímum

Fer frá United og aftur til Hollands

Fer frá United og aftur til Hollands