fbpx
Fimmtudagur 09.janúar 2025
433Sport

Klara Bjartmarz ætlar ekki að segja upp hjá KSÍ – „Ekki einkamál fótboltans“

Ritstjórn DV
Mánudaginn 30. ágúst 2021 22:12

Klara og fyrrum formaður KSÍ, Geir Þorsteinsson. © 365 ehf / Anton Brink

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Klara Bjartmarz, framkvæmdastjóri KSÍ, ætlar ekki að segja upp  starfi sínu eins og krafa hefur verið um. Þetta sagði hún í samtali við RÚV í kvöld. Stjórn KSÍ hefur öll sagt af sér.

„Ég er ráðinn starfsmaður og hef starfað hér í 27 ár, ég er klár í að halda áfram. Fráfarandi stjórn hefur ekki svo ég viti til fjallað um mín mál,“ sagði Klara við RÚV.

Stjórn KSÍ sagði öll af sér í kvöld og boðar til aukaþings eftir fjórar vikur þar sem ný stjórn getur tekið til starfa. Guðni Bergsson sagði af sér formennsku í gær.

Allt starfsfólk sambandsins var boðað til fundar eftir að Guðni tók ákvörðun um að stíga til hliðar. Íslenska karlalandsliðið er á leið í verkefni en liðið á þrjá heimaleiki á næstu dögum, málið mun án nokkurs vafa fá mikla athygli í undirbúningi fyrir leikina. Þórhildur Gyða Arnardóttir steig fram í fréttum RÚV á föstudag og greindi frá því að árið 2017 hafi þekktur landsliðsmaður áreitt hana kynferðislega og ráðist svo á hana, og sagði að Guðna og KSÍ hafi verið vel kunnugt um málið.

Klara líkt og Guðni fékk póst um málefni Þórhildar árið 2018. „Þessi póstur var ekki sendur á stjórn, hann var sendur á starfsmenn. Málið fór til Guðna Bergssonar sem setti málið í ferli á þeim tíma, ég vissi af málinu hjá Guðna. Ég sá ekki ástæðu til þess að fara í það líka, þar með gekk ég út frá því að það væri í farvegi,“ sagði Klara Bjartmarz.

Vísir.is sagði frá því í dag að Kolbeinn Sigþórsson væri maðurinn sem hefði brotið gegn Þórhildi en hann gekkst við brotum sínum og greiddi Þórhildi miskabætur og viðurkenndi brot sitt. „Við vorum stödd í Bandaríkjunum, ég fór fyrr heim úr því verkefni að sinna fleiri verkefnum í aðdraganda HM 2018. Ég spurði Guðna ekki í hvaða ferli málið væri. Hann sagði að það væri í ferli.“

Klara segist fyrr í sumar hafa fengið að heyra af fleiri ásökunum þar sem landsliðsmenn eru sakaðir um kynferðisbrot. „Ég heyrði af því í sumar, um brot þar sem rætt var um hópnauðgun. Það mál fór í ferli, það ferli gekk ekki nógu vel hjá okkur. Það er ein af ástæðum þess að við erum hérna dag eftir dag,“ sagði Klara.

„Ég kom því máli til aðila og leit þannig á það að ég væri ekki með meiri afskipti af því. Við erum ekki að vinna þetta á mörgum stöðum, þetta eru viðkvæm mál. Það er ekki hagur fyrir neinn aðila að margir komi að. Þarna var málið komið í ferli hjá ákveðnum aðila innan sambandsins.“

Klara segir stjórn KSÍ hafa fengið fleiri ábendingar um meint kynferðisbrot leikmanna. „Ég hef ekki fengið neina, stjórn KSÍ fékk ábendingu í fyrradag. Það var strax fengin ráðgjöf hjá nýjum starfshópi sem er verið að setja saman.“

Klara segir að þó málið í dag fjalli um KSÍ og landsliðsmenn sé vandamálið víðtækara. „Þetta er ekki einkamál fótboltans,“ sagði Klara við RÚV.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 7 klukkutímum

Þriðji og síðasti hluti miðasölu á EM

Þriðji og síðasti hluti miðasölu á EM
433Sport
Fyrir 16 klukkutímum

Aftur til Manchester United

Aftur til Manchester United
433Sport
Fyrir 19 klukkutímum

Gefast upp á stórstjörnu sinni og vilja Salah í staðinn

Gefast upp á stórstjörnu sinni og vilja Salah í staðinn
433Sport
Fyrir 19 klukkutímum

Frábær tíðindi frá Manchester

Frábær tíðindi frá Manchester
433Sport
Fyrir 22 klukkutímum

Horfðu á nýjan þátt af Íþróttavikunni – Landsliðsmaðurinn Bjarki Már mætir og ræðir verkefnið framundan hjá Strákunum okkar

Horfðu á nýjan þátt af Íþróttavikunni – Landsliðsmaðurinn Bjarki Már mætir og ræðir verkefnið framundan hjá Strákunum okkar
433Sport
Fyrir 22 klukkutímum
Rekinn frá West Ham
433Sport
Í gær

Sögusagnir í kringum Rashford halda áfram – Söðlar hann um innan ensku úrvalsdeildarinnar?

Sögusagnir í kringum Rashford halda áfram – Söðlar hann um innan ensku úrvalsdeildarinnar?
433Sport
Í gær

Erfiðir dagar hjá stjörnunni – Var sparkað af fyrirsætu sem ætlar nú í utanlandsferð með kollega hans

Erfiðir dagar hjá stjörnunni – Var sparkað af fyrirsætu sem ætlar nú í utanlandsferð með kollega hans
433Sport
Í gær

Zidane orðaður við áhugavert starf

Zidane orðaður við áhugavert starf
433Sport
Í gær

Hélt hreinu í gær en það gæti hafa verið hans síðasti leikur

Hélt hreinu í gær en það gæti hafa verið hans síðasti leikur