Arnar Þór Viðarsson hefur opinberað landsliðshóp sinn fyrir komandi verkefni í undankeppni HM 2022. Hópurinn sem opinberaður var í dag er áhugaverður.
Liðið mætir Rúmeníu, Norður-Makedóníu og Þýskalandi í þremur heimaleikjum en fyrsti leikur er á fimmtudag í næstu viku.
Flestum Íslendingum er kunnugt um stöðu Gylfa Þórs Sigurðssonar, þessi besti knattspyrnumaður Íslands síðustu ár var handtekinn í júlí vegna gruns um um grunaður um brot gegn ólögráða einstaklingi. Gylfi Þór er laus gegn tryggingu fram í október en rannsókn lögreglu er í gangi.
Fram kom á fréttamannafundi í gær að Arnar hefði ekkert rætt við Gylfa Þór en hann segir við RÚV að starfsfólk KSÍ hafi átt samtöl við hans „Ég hef ekki heyrt í Gylfa. KSÍ hefur verið í sambandi við Gylfa og hann er ekki í hópnum akkúrat fyrir þennan glugga. Við sjáum hver staðan verður í næsta mánuði eða nóvember eða í framtíðinni,” sagði Arnar Þór við RÚV.
Rannsókn í máli Gylfa stendur nú yfir, greint hefur verið frá því í enskum fjölmiðlum að Gylfi harðneitar sök í málinu.
Arnar Þór veit hver hefur rætt við Gylfa og hans fólk. „Ég veit hver hefur haft samband við hann og hans fólk en það skiptir svosem engu máli.“