Meðal eigenda bankareikninganna var Sepp Blatter sem var forseti FIFA frá 1998 til 2015.
Peningarnir myndu nægja til að greiða fyrir tap fjölda knattspyrnusambanda um allan heim sem FIFA segir hafa verið fórnarlömb „áratuga spillingar innan knattspyrnuheimsins“.
FIFA segir að peningarnir fari í nýstofnaðan sjóð sem á að vinna að betrumbótum á knattspyrnu á alþjóðavísu og verður peningum veitt til verkefna sem tengjast knattspyrnu.
Gianni Infantion, núverandi forseti FIFA, þakkar bandaríska dómsmálaráðuneytinu fyrir ákvörðun þess. „Það gleður mig að sjá að peningar, sem voru á ólögmætan hátt teknir út úr knattspyrnuheiminum, verða nú endurgreiddir og hægt verður að nota þá í það sem átti að nota þá í,“ sagði hann.
Rannsókn á spillingu innan FIFA hófst þegar svissnesk yfirvöld létu til skara skríða gegn samtökunum árið 2015 að beiðni bandarískra yfirvalda. Rúmlega 40 voru síðan ákærðir í málinu.
„Sannleikurinn er sá að vegna aðgerðanna 2015 höfum við getað breytt FIFA úr því að vera eitruð samtök, eins og þau voru þá, í virt og trúverðug íþróttasamtök,“ sagði Infantino.