fbpx
Miðvikudagur 13.nóvember 2024
433Sport

Arnar opinberar landsliðshóp sinn: Enginn Aron Einar – Andri Lucas Guðjohnsen með

Hörður Snævar Jónsson
Miðvikudaginn 25. ágúst 2021 13:07

Getty Images

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Arnar Þór Viðarsson hefur opinberað landsliðshóp sinn fyrir komandi verkefni í undankeppni HM 2022. Hópurinn sem opinberaður var í dag er áhugaverður.

Liðið mætir Rúmeníu, Norður-Makedóníu og Þýskalandi í þremur heimaleikjum en fyrsti leikur er á fimmtudag í næstu viku.

Flestum Íslendingum er kunnugt um stöðu Gylfa Þórs Sigurðssonar, þessi besti knattspyrnumaður Íslands síðustu ár var handtekinn í júlí vegna gruns um um brot gegn barni. Gylfi Þór er laus gegn tryggingu fram í október en rannsókn lögreglu er í gangi.

Alfreð Finnbogason, Sverrir Ingi Ingason og Hörður Björgvin Magnússon verða allir frá vegna meiðsla, allir þrír hefðu líklega verið í byrjunarliði Arnars Þórs í þessu verkefni.

Aron Einar Gunnarsson er ekki í hópnum en hann hefur verið að glíma við COVID-19, þá er Ragnar Sigurðsson ekki valinn í hópinn.

Athygli vekur að Andri Lucas Guðjohnsen sonur Eiðs Smára aðstoðarþjálfara er í  hópnum í fyrsta sinn, hann er 19 ára gamall og leikur með unglingaliðum Real Madrid. Ekki er pláss fyrir Viðar Örn Kjartansson framherji Valerenga.

Guðmundur Þórarinsson fær traustið í hópnum eftir vel heppnaða frammistöðu í æfingaleikjum í maí, sömu sögu er að segja af Brynjari Inga Bjarnasyni varnarmanni Lecce.

Hópurinn:
Hannes Þór Halldórsson – Valur – 76 leikir
Patrik Sigurður Gunnarsson – Brentford
Rúnar Alex Rúnarsson – Arsenal – 10 leikir

Brynjar Ingi Bjarnason – Lecce – 3 leikir, 1 mark
Jón Guðni Fjóluson – Hammarby – 17 leikir, 1 mark
Hjörtur Hermannsson – Pisa – 22 leikir, 1 mark
Kári Árnason – Víkingur R. – 89 leikir, 6 mörk
Ari Freyr Skúlason – IFK Norrköping – 79 leikir
Guðmundur Þórarinsson – New York City FC – 7 leikir
Birkir Már Sævarsson – Valur – 98 leikir, 3 mörk
Alfons Sampsted – Bodö Glimt – 5 leikir

Andri Fannar Baldursson – FCK – 4 leikir
Þórir Jóhann Helgason – Lecce – 1 leikur
Ísak Bergmann Jóhannesson – IFK Norrköping – 4 leikir
Birkir Bjarnason – Adana Demirspor – 98 leikir, 14 mörk
Arnór Sigurðsson – Venezia – 14 leikir, 1 mark
Rúnar Már Sigurjónsson – CFR Cluj – 32 leikir, 2 mörk
Guðlaugur Victor Pálsson – Schalke – 26 leikir, 1 mark
Albert Guðmundsson – AZ Alkmaar – 22 leikir, 4 mörk
Mikael Egill Ellertsson – SPAL

Jón Dagur Þorsteinsson – AGF – 9 leikir, 1 mark
Jóhann Berg Guðmundsson – Burnley – 79 leikir, 8 mörk
Mikael Neville Anderson – FC Midtjylland – 9 leikir
Kolbeinn Sigþórsson – IFK Göteborg – 64 leikir, 26 mörk
Andri Lucas Guðjohnsen – Real Madrid

©Anton Brink 2019 © 365 ehf / Anton Brink
Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 10 klukkutímum

Birtir myndir af heimili sínu eftir hræðilegan bruna í gær – Efsta hæðin gjörsamlega ónýt

Birtir myndir af heimili sínu eftir hræðilegan bruna í gær – Efsta hæðin gjörsamlega ónýt
433Sport
Fyrir 10 klukkutímum

Bruno fór á klósettið um borð í flugvél – Endaði á að hjálpa veikum manni og fær lof fyrir

Bruno fór á klósettið um borð í flugvél – Endaði á að hjálpa veikum manni og fær lof fyrir
433Sport
Fyrir 13 klukkutímum

City hefur unnið hvern einasta leik sem David Coote hefur dæmt

City hefur unnið hvern einasta leik sem David Coote hefur dæmt
433Sport
Fyrir 13 klukkutímum

Grunaður um að hafa nauðgað tveimur konum og fleiri brot – Mætti í yfirheyrslu á nýjan leik í síðustu viku

Grunaður um að hafa nauðgað tveimur konum og fleiri brot – Mætti í yfirheyrslu á nýjan leik í síðustu viku
433Sport
Fyrir 17 klukkutímum

Mun United reyna að kaupa framherja Chelsea í janúar?

Mun United reyna að kaupa framherja Chelsea í janúar?
433Sport
Fyrir 17 klukkutímum

Mikill fjöldi hlustaði á fyrirlestur Hareide

Mikill fjöldi hlustaði á fyrirlestur Hareide