Breiðablik tók á móti KA í 18. umferð Pepsi Max deildar karla. Leiknum lauk með 2-0 sigri Blika og fer liðið í 2. sæti deildarinnar með sigrinum.
Gísli Eyjólfsson braut ísinn með stórkostlegu marki á 19. mínútu en rétt áður áttu Blikar dauðafæri. KA menn vildu fá vítaspyrnu undir lok fyrri hálfleiks en Vilhjálmur Alvar, dómari leiksins, var ósammála því.
Viktor Karl Einarsson tvöfaldaði forystu Blika á 73. mínútu eftir frábæra sókn. Ekki voru fleiri mörk skoruð og 2-0 sigur Blika því staðreynd.
Liðin mætast aftur á Akureyri næsta miðvikudag í frestuðum leik. Breiðablik fer upp í 2. sæti með 35 stig eftir sigurinn, einu stigi á eftir toppliði Vals. KA er í 4. sæti með 30 stig.
Breiðablik 2 – 0 KA
1-0 Gísli Eyjólfsson (´19)
2-0 Viktor Karl Einarsson (´73)