Martin Odegaard var á láni hjá Arsenal á síðasta tímabili hjá Real Madrid. Hann ætlaði aftur til spænska stórveldisins og bjóst við að leiðin í byrjunarlið þeirra væri greið en þegar Ancelotti greindi honum frá því að svo væri ekki þá skipti hann um skoðun og samdi við Arsenal.
Odegaard sneri aftur á undirbúningstímabilið með Real Madrid. Hann var viss um að hann hefði sýnt nóg hjá Arsenal til að vera með öruggt byrjunarliðssæti samkvæmt Marca. Odegaard spilaði 20 leiki fyrir Arsenal á síðasta tímabili er hann var þar á láni og skoraði tvö mörk og gaf tvær stoðsendingar.
Ancelotti, stjóri Real, hafði ekki sömu hugmyndir og norðmaðurinn ungi og á að hafa sagt við hann að það væri of mikið af góðum miðjumönnum í liðinu til þess að hann væri með öruggt byrjunarliðssæti.
Eftir þessar fréttir ákvað Odegaard að semja við Arsenal þar sem honum finnst líklegra að hann fái reglulegan spilatíma þar.