fbpx
Laugardagur 05.apríl 2025
433Sport

Leikmaður KR smitaður – Rúnar og félagar bíða frétta um sóttkví

Hörður Snævar Jónsson
Miðvikudaginn 18. ágúst 2021 10:37

Rúnar á góðri stundu sem þjálfari KR. Mynd: Anton Brink

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Allur leikmannahópur karlaliðs KR í knattspyrnu gæti verið á leið í sóttkví eftir að leikmaður liðsins greindist með COVID-19 veiruna í gær.

„Það er frí á æfingu hjá okkur í dag, það hefur enginn verið sendur í sóttkví en við bíðum frétta þess efnis. Það eru bara allir heima hjá sér á meðan við bíðum eftir tíðindum,“ sagði Rúnar Kristinsson þjálfari KR í samtali við 433.is í dag.

Leikmaðurinn hafði verið sendur í sóttkví í gær og eftir sýnatöku kom í ljós að leikmaðurinn væri greindur með COVID-19 veiruna.

Samvkæmt leikjaplani KSÍ á KR liðið að mæta ÍA um helgina en honum verður frestað verði leikmaður KR sendur í sóttkví, umræddur leikmaður sem greindist með veiruna var í byrjunarliði KR gegn HK á mánudagskvöld. Þar vann KR 1-0 sigur á HK í Kórnum.

Fjöldi smita hefur verið mikill á Íslandi síðustu daga og vikur, stærstur hluti þjóðarinnar er hins vegar bólusettur og veikindin ekki mikil hjá stærstum hluta.

Allur leikmannahópur ÍBV í Lengjudeild karla var sendur í sóttkví í gær vegna smita í leikmannahópi liðsins.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 13 klukkutímum

Kolbrjálaðir Blikar gómaðir heima hjá Gylfa að mála grindverkið grænt

Kolbrjálaðir Blikar gómaðir heima hjá Gylfa að mála grindverkið grænt
433Sport
Fyrir 13 klukkutímum

Áherslur dómara á Íslandsmótinu í sumar –  „Dómurum ber að áminna fyrir slíka hegðun“

Áherslur dómara á Íslandsmótinu í sumar –  „Dómurum ber að áminna fyrir slíka hegðun“
433Sport
Fyrir 16 klukkutímum

Taldar ágætis líkur á því að United reyni að fá De Gea í sumar

Taldar ágætis líkur á því að United reyni að fá De Gea í sumar
433Sport
Fyrir 17 klukkutímum

Skoða það að reka Nistelrooy og eru með mann á blaði

Skoða það að reka Nistelrooy og eru með mann á blaði