Norska félagið Bodö/Glimt er komið áfram í umspil Sambandsdeildarinnar eftir 3-2 samanlagðan sigur gegn Prishtina frá Kósovó. Prishtina vann óvænt 2-1 sigur í fyrri leik liðanna í Kósovó, en Alfons Sampsted og félagar unnu 2-0 sigur á heimavelli í kvöld og eru því komnir áfram í umspilið þar sem þeir mæta liðinu Zalgiris frá Litháen.
Erik Botheim kom heimamönnum yfir á 18. mínútu eftir stoðsendingu frá Hugo Vetlesen. Þeir fengu síðan víti á 24. mínútu og Patrick Berg fór á punktinn en tókst ekki að skora. Það kom þó ekki að sök því að Erik Botheim bætti við öðru marki Bodö á 78. mínútu og 3-2 sigur norska liðsins staðreynd.