fbpx
Laugardagur 27.júlí 2024
433Sport

Breiðablik fær ekki að spila á heimavelli og Óskar skýtur á bæinn – ,,Sorglegt að Kópavogsbær geti ekki staðið þannig að málum að hægt sé að spila svona leiki í bæjarfélaginu“

Helgi Sigurðsson
Þriðjudaginn 3. ágúst 2021 11:00

Frá Laugardalsvelli.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Breiðablik þarf að spila heimaleik sinn á Laugardalsvelli gegn Aberdeen í 3. umferð forkeppni Sambandsdeildarinnar. Liðið getur ekki leikið á Kópavogsvelli þar sem hann uppfyllir ekki kröfur UEFA. Aberdeen hafnaði beiðni Blika um undanþágu. Óskar Hrafn Þorvaldsson, þjálfari Breiðabliks, staðfesti þetta við Fótbolta.net í dag.

„Það er sorglegt að Kópavogsbær geti ekki staðið þannig að málum að hægt sé að spila svona leiki í bæjarfélaginu heldur þurfi að fara í annað sveitarfélag með leikinn. Það er auðvitað mjög sorglegt,“ sagði Óskar.

„Kópavogsvöllur er category 2 völlur út af flóðljósum og einhverri aðstöðu. Völlurinn þarf að vera category 3 völlur þegar komið er á þetta stig keppninnar.“

Óskar telur að það að spila á grasvelli fremur en gervisgrasi muni ekki breyta leiknum sjálfum. Kópavogsvöllur er auðvitað gervigrasvöllur. Hann segir þó að það gæti breytt andrúmsloftinu á vellinum.

„Það skiptir engu máli held ég. Við höfum spilað á grasvöllum áður og höfum spilað vel þar. Ég hef ekki skoðað Laugardalsvöll en geri ráð fyrir að hann sé góður, vel hirtur og góður völlur.“

„Það breytir hins vegar andrúmsloftinu á vellinum. Þú vilt spila heimaleiki á heimavellinum þínum. Það er hætt við því að þeir örfáu áhorfendur sem fá að mæta á völlinn týnist á jafnstórum velli og Laugardalsvöllur er. Ég geri ráð fyrir því að það verði erfiðara fyrir okkar stuðningsmenn að ná upp rífandi stemningu.“

Fyrri leikur Blika og Aberdeen fer fram á Laugardalsvelli á fimmtudag. Sá síðari verður í Skotlandi viku síðar.

Liðið sem fer áfram úr þessari umferð fer í umspil um sæti í riðlakeppni Sambandsdeildarinnar.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 16 klukkutímum

Áhrifavaldur borgaði ungum krökkum til að brjóta lögin: Lögreglan nær ekki tali af honum – Ótrúleg upphæð í boði

Áhrifavaldur borgaði ungum krökkum til að brjóta lögin: Lögreglan nær ekki tali af honum – Ótrúleg upphæð í boði
433Sport
Fyrir 17 klukkutímum

Gætu bannað Toney að fara eftir meiðslin

Gætu bannað Toney að fara eftir meiðslin
433Sport
Fyrir 22 klukkutímum

U-beygja sem hentar Manchester United vel

U-beygja sem hentar Manchester United vel
433Sport
Fyrir 23 klukkutímum

Sjáðu hvað leikmaður Liverpool sagði þegar hann hélt að slökkt væri á hljóðnemanum – Myndband

Sjáðu hvað leikmaður Liverpool sagði þegar hann hélt að slökkt væri á hljóðnemanum – Myndband
433Sport
Í gær

Mikið baulað á stjörnurnar – Alls ekki búnir að fyrirgefa hegðunina í sumar

Mikið baulað á stjörnurnar – Alls ekki búnir að fyrirgefa hegðunina í sumar
433Sport
Í gær

Bálreiður eftir að óboðnir gestir brutust inn og rændu verðmætum: Hegðunin óboðleg – ,,Þeir köstuðu blysum í átt að okkur“

Bálreiður eftir að óboðnir gestir brutust inn og rændu verðmætum: Hegðunin óboðleg – ,,Þeir köstuðu blysum í átt að okkur“