The Times skýrir frá þessu. „Við viljum að það hafi alvöru afleiðingar fyrir fólk sem tístir þessu níði,“ hefur blaðið eftir ónefndum heimildarmanni innan stjórnkerfisins.
Þetta er gert í kjölfar þess að margir af svörtum leikmönnum enska landsliðsins urðu fyrir kynþáttaníði á samfélagsmiðlum í kjölfar ósigursins. Megnið af níðinu beindist að Marcus Rashford, Jadon Sancho og Bukayo Saka en þeir brenndu af vítaspyrnum í vítaspyrnukeppninni.
Kynþáttaníðið hefur verið gagnrýnt af mörgum þekktum Bretum, þar á meðal af Boris Johnson, forsætisráðherra, og Vilhjálmi prins. Gareth Southgate, landsliðsþjálfari, hefur einnig fordæmt níðið sem og enska knattspyrnusambandið og margir af leikmönnum landsliðsins.
Lundúnalögreglan hefur nú þegar hafið rannsókn á málinu og sagði strax að leik loknum að fjöldi ummæla á samfélagsmiðlum hafi verið tekinn til rannsóknar.
Talsmaður Twitter sagði í gær að miðillinn hafi fjarlægt rúmlega 1.000 færslur, sem innihéldu kynþáttaníð, eftir leikinn. Einnig var lokað fyrir aðgang margra notenda.