Mikael Egill Ellertsson er í æfingahóp hjá aðalliði ítalska félagsins SPAL sem er að hefja undirbúningstímabilið sitt.
Mikael Egill, sem er 19 ára gamall, hefur leikið fyrir yngri lið SPAL undanfarin ár. Hann lék áður með Fram á Íslandi.
Strákurinn ungi spilar yfirleitt sem kantmaður en getur einnig leyst af á miðjum vellinum.
SPAL mun leika í Serie B á næstu leiktíð. Liðið hafnaði í níunda sæti deildarinnar á síðustu leiktíð.
Það verður afar spennandi að sjá hvort að Mikael Egill fái sénsinn í einhverjum leikjum á leiktíðinni.