fbpx
Fimmtudagur 24.apríl 2025
433Sport

Leikmaður Fylkis greindist með COVID-19 í dag – Fjöldinn allur í sóttkví

Hörður Snævar Jónsson
Miðvikudaginn 30. júní 2021 21:59

Úr leik hjá Fylki. Mynd/Ernir Eyjólfsson

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Smit er komið upp í herbúðum Fylkis í meistaraflokki karla í knattspyrnu, leikmaður liðsins greindist smitaður í dag og fer fjöldi leikmanna liðsins í sóttkví. Þetta staðfesti Kjartan Daníelsson formaður knattspyrnudeildar Fylkis við 433.is í kvöld.

Umræddur leikmaður fór í sýnatöku í dag og fékk þar staðfest að hann bæri veiruna, Kjartan taldi að tæplega 15 einstaklingar færu í sóttkví vegna málsins. Um er að ræða bæði leikmenn og starfslið.

Leikmennirnir sem fara í sóttkví verða þar til þriðjudags og fara þá í próf, leikmenn sem ekki eru fullbólusettir fara í sóttkví. Hluti af leikmannahópi Fylkis hafði fulla bólusetningu og fara þeir því ekki í sóttkví.

Umræddur leikmaður kom við sögu í leik Fylkis gegn Val um liðna helgi en enginn úr herbúðum Vals fer í sóttkví. Allir leikmenn Vals hafa fengið fulla bólusetningu, það staðfesti Heimir Guðjónsson í samtali við 433.is í kvöld.

Fylkir átti að mæta HK um næstu helgi í efstu deild karla en ljóst er að þeim leik verður frestað. Hvorugt liðið tekur þátt í Evrópukeppni og því ljóst að smitið raskar mótinu ekki á neinn hátt.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 10 klukkutímum

Skírði son sinn í höfuðið á fyrrum leikmanni United sem lést eftir baráttu við krabbamein

Skírði son sinn í höfuðið á fyrrum leikmanni United sem lést eftir baráttu við krabbamein
433Sport
Fyrir 10 klukkutímum

Meistaradeildarsæti United skiptir engu máli – Ennþá líklegastir í kapphlaupinu

Meistaradeildarsæti United skiptir engu máli – Ennþá líklegastir í kapphlaupinu
433Sport
Í gær

Vilhjálmur segir frá örlagaríku símtali sínu í Arnar – „Þessu gleymi ég aldrei“

Vilhjálmur segir frá örlagaríku símtali sínu í Arnar – „Þessu gleymi ég aldrei“
433Sport
Í gær

Líklegast að meistararnir kaupi hann

Líklegast að meistararnir kaupi hann
433Sport
Í gær

Segist fá færri tækifæri eftir að hafa lent í hakkavél Barton

Segist fá færri tækifæri eftir að hafa lent í hakkavél Barton
433Sport
Í gær

Líklegt byrjunarlið United á næstu leiktíð miðað við þau kaup sem liggja í loftinu

Líklegt byrjunarlið United á næstu leiktíð miðað við þau kaup sem liggja í loftinu