fbpx
Mánudagur 03.mars 2025
433Sport

,,Væri ótrúlegasta saga íslenska fótboltans“

Helgi Fannar Sigurðsson
Þriðjudaginn 29. júní 2021 19:59

Davíð Smári Lamude (til vinstri) fyrrum þjálfari Kórdrengja © 365 ehf / Sigtryggur Ari Jóhannsson

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Ævintýri Kórdrengja hefur verið lygilegt síðustu ár. Þeir hafa spólað sig upp um þrjár deildir á jafnmörgum árum og eru nú í toppbaráttu í Lengjudeild karla, næstefstu deild. Þeir geta nú látið sig dreyma um sæti í efstu deild.

,,Það þarf að ræða það núna að Kórdrengir gætu, af fullri alvöru, farið upp og það væri náttúrulega ótrúleg saga, bara ótrúlegasta saga íslenska fótboltans ef þeir rúlla upp enn einni deildinni,“ sagði Hörður Snævar Jónsson, þáttastjórnandi markaþáttar Lengjudeildarinnar á Hringbraut, í nýjasta þættinum.

Hrafnkell Freyr Ágústsson, sérfræðingur þáttarins, telur að Kórdrengir muni eiga góða möguleika á að fara upp í Pepsi Max-deildina, styrki þeir sig í félagaskiptaglugganum sem er framundan.

,,Mér finnst þeir þurfa að bæta aðeins við sig í glugganum. Þeir eru að mínu mati með svona 15 leikmenn sem geta spilað á þessu leveli. Restin eru strákar sem hafa verið í neðri deildunum. Ef þeir gera góða hluti í glugganum þá geta þeir klárlega farið upp. Þessir gæjar, þeir þekkja ekkert annað en að vinna leiki og þegar þú ert með þetta ‘winning mentality’ þá er bara helvíti erfitt að ná af þér 3 stigum.“

Hér fyrir neðan má sjá umræðuna um Kórdrengi, sem og markaþátt Lengjudeildarinnar í heild sinni. Þar var farið yfir alla leiki 8. umferðar. 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 6 klukkutímum

Amorim segir tvíeykið sem kom frá Arsenal klárt í slaginn

Amorim segir tvíeykið sem kom frá Arsenal klárt í slaginn
433Sport
Fyrir 7 klukkutímum

Mikael ómyrkur í máli – „Eftir hverju eru menn að bíða?“

Mikael ómyrkur í máli – „Eftir hverju eru menn að bíða?“
433Sport
Fyrir 9 klukkutímum

Gefið í skyn að Börsungar gætu selt hann fyrir rétt verð – Þrjú ensk stórlið fylgjast með

Gefið í skyn að Börsungar gætu selt hann fyrir rétt verð – Þrjú ensk stórlið fylgjast með
433Sport
Fyrir 10 klukkutímum

Þessi leikmaður United fékk sérlega harkalega meðferð á meðal stuðningsmanna í gær

Þessi leikmaður United fékk sérlega harkalega meðferð á meðal stuðningsmanna í gær
433Sport
Fyrir 13 klukkutímum

Albert heyrði áhugaverða sögu frá Hlíðarenda – „Búin að vera að pikka í hann“

Albert heyrði áhugaverða sögu frá Hlíðarenda – „Búin að vera að pikka í hann“
433Sport
Fyrir 14 klukkutímum

Guardiola um Rodri: ,,Ég bjóst ekki við þessu en hann gæti snúið aftur í úrvalsdeildinni“

Guardiola um Rodri: ,,Ég bjóst ekki við þessu en hann gæti snúið aftur í úrvalsdeildinni“
433Sport
Í gær

Fluttur á sjúkrahús eftir óhugnanlegt atvik – ,,Leyfið honum að deyja“

Fluttur á sjúkrahús eftir óhugnanlegt atvik – ,,Leyfið honum að deyja“
433Sport
Í gær

Alli óvænt valinn í hópinn

Alli óvænt valinn í hópinn