ÍBV vann góðan útisigur á Vestra í 8. umferð Lengjudeildar karla í dag.
Guðjón Pétur Lýðsson kom gestunum yfir á 13. mínútu með svakalegu mark frá miðjum velli. Það reyndist vera eina mark fyrri hálfleiks.
Sito bætti við tveimur mörkum fyrir ÍBV í seinni hálfleik. Það fyrra gerði hann á 51. mínútu og það seinna um 20 mínútum síðar.
ÍBV er nú komið í annað sæti deildarinnar. Þeir hafa jafnmörg stig og Grindavík, sem er í þriðja sæti, 16 talsins. Liðin eru þó 8 stigum á eftir toppliði Fram.
Vestri er í sjötta sæti. Liðið er með 12 stig eftir átta leiki.