fbpx
Laugardagur 11.janúar 2025
433Fréttir

Stóð aldrei til að dýrasta knattspyrnuhús landsins í Garðabæ yrði löglegt fyrir keppnisleiki á hæsta stigi

Björn Þorfinnsson
Laugardaginn 26. júní 2021 09:15

Tölvugerð mynd af húsinu í Vetrarmýri í Garðabæ.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Í Vetrarmýri í Garðabæ rís nú óðum dýrasta knattspyrnuhús landsins en kostnaður við verkið er um fjórir milljarðar króna.  Húsið er um 18.200 fermetrar að stærð og er með rými fyrir knattspyrnuvöll í fullri stærð innanhús auk upphitunaraðstöðu ásamt tilheyrandi stoðrýmum.

Það hefur vakið nokkra athygli að knattspyrnuvöllurinn glæsilegi er ekki löglegur fyrir keppnisleiki á efsta stigi, til að mynda landsleiki og leiki í Pepsi-deildinni heldur aðeins í neðri deildum. Ástæðan er lofthæð hallarinnar en hún er 14 metrar en þyrfti að vera rúmlega 20 metrar. Aðeins Kórinn og Egilshöll uppfylli skilyrði um slíka lofthæð af knattspyrnuhúsum landsins.

Tættu bæjaryfirvöld í sig

Þessi ,meinti ,galli“ var til umræðu í hlaðvarpsþættinum Dr. Football í gær og þar gagnrýndu þáttastjórnendur bæjaryfirvöld í Garðabæ harkalega enda fjárfestingin við húsið rándýr. ,,Garðbæingar byggðu dýrustu höll sögunnar og það má ekki keppa í henni. Geta þessir jólasveinar ekki gert neitt rétt í Garðabænum?“ sagði Hjörvar Hafliðason meðal annars. Lúðvík Jónasson, sem er Garðbæingur í húð og hár, tók undir þau orð. ,,Það er allt í rugli í bæjarstjórninni,“ sagði Lúðvík.

Besta mögulega æfingaraðstaða markmiðið

Í svari við fyrirspurn DV/433 segir Kári Jónsson, Íþrótta-, tómstunda- og forvarnarfulltrúi Garðabæjar, að við þarfagreiningu og undirbúning byggingu íþróttahússins hafi verið unnið náið með knattspyrnudeild Stjörnunnar og öðrum forystumönnum og þjálfurum félagsins.

,,Niðurstaðan var að miða lofthæðina í húsinu við 14m yfir miðju vallarins langsum og 11m yfir hliðarlínum. Stærð leikvallar og öryggissvæði auk annarrar hliðaraðstöðu er miðuð við kappleiki í öllum deildum og alþjóða leikjum. Markmiðið með byggingunni var, og er, að hafa bestu mögulega æfingaaðstöðu en um leið uppfylla þarfir fyrir æfingaleiki og aðra viðburði sem ekki kerfjast meiri lofthæðar. Það hefur því ekki verið miðað við að halda landsleiki eða Pepsídeildarleiki í nýja fjölnota íþróttahúsinu sem nú rís í Vetrarmýri,“ segir Kári.

Frábær aðstaða á öðrum völlum bæjarfélagsins

Bendir Kári á að Stjarnan spilar sína leiki á Samsungvellinum Garðabæ sem búinn er gervigrasi af fullkomnustu gerð með snjóbræðslu og flóðlýsingu. Æfingavellir félagsins séu útbúnir með sama hætti sem og knattspyrnuvöllur UMFÁ á Álftanesi.

Þó að húsið glæsilega í Vetrarmýrinni verði ekki vettvangur landsleikja né viðureigna í Pepsi-deildinni þá mun það gjörbreyta aðstöðu fyrir knattspyrnuæfingar í bæjarfélaginu. ,,Nýja húsið verður upphitað og loftræst og búið bestu þrekæfingaaðstöðu sem um getur hér á landi. Það er því mikil eftirvænting sem ríkir hér í bæ eftir að taka þetta frábæra hús í notkun eftir næstu áramót.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 23 klukkutímum

Efling segir SVEIT ætla að njósna um starfsfólk veitingahúsa og hefur kært félagið til Persónuverndar

Efling segir SVEIT ætla að njósna um starfsfólk veitingahúsa og hefur kært félagið til Persónuverndar
Fréttir
Í gær

Fíkniefnaneysla meginorsök banaslyssins í Lækjargötu

Fíkniefnaneysla meginorsök banaslyssins í Lækjargötu