Ef Phil Foden spilar vel gegn Þjóðverjum í 16-liða úrslitum Evrópumótsins í knattspyrnu þá getur hann þakkað sjálfum sér fyrir það.
Foden byrjaði leikina gegn Króötum og Skotlandi en var settur á bekkinn gegn Tékkum.
Foden viðurkenndi í viðtali á dögunum að hann horfir á myndbönd af sjálfum sér á YouTube fyrir leiki til að mótivera sig og auka sjálfstraust.
„Stundum horfi ég á klippur af sjálfum mér á YouTube svo að ég fari með sjálfstraust inn í leikinn,“ sagði Foden í viðtali við YouTube stöð The Lions Den.
„Ég er ekki fyrir það að horfa á aðra, ég vil vera einstakur.“
Þetta er í samræmi við það sem hann sagði eftir klippinguna sem hann fékk sér fyrir EM. Fjölmiðlar kepptust við að líkja honum við klippingu Paul Cascoigne frá EM 1996. Foden svaraði því svona:
„Þetta var algjörlega mín hugmynd og það sem ég vildi, fólk er bara að breyta því í eitthvað annað.“