Það er hræðsla í herbúðum enska landsliðsins um að COVID-19 veiran sé að hreiðra um sig á æfingasvæði félagsins í görðum Georgs.
Fréttamaður Sky Sports sem fylgt hefur liðinu á æfingasvæðinu hefur greinst með veiruna skæðu, tökumaður Sky hefur verið sendur í sóttkví.
Tveir leikmenn Englands eru í sóttkví eftir að hafa rætt við Billy Gilmour í meira en tuttugu mínútur eftir leik gegn Skotlandi á EM, Gilmour greindist með veiruna skömmu síðar.
Fréttamaðurinn frá Sky sem verið hefur í kringum liðið greindist með veiruna á æfingasvæði félagsins og var sendur í einangrun á hóteli í nágrenninu.
Ljóst er að enska liðið má illa við smitum í hóp sinn enda liðið á leið í leik við Þýskaland í 16 liða úrslitum.